Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 106
Andrei Bítov Úr „Hjarðljóðum á 20stu öld“ Ég segi við hann: Þessa sögu hér hef ég enn ekki skrifað. Hún heitir „Trélaus og vatnslaus“. Má vera að hún heiti „Þurrlendið mikla“ (þessháttar áletrun mátti finna á gömlum loftvogum). Kannski heitir hún blátt áfam „Þurrlendið“. Það er auðveldara að skíra söguna en skrifa hana, en það er heldur ekki alltof flókið að skrifa hana. Marquez færi létt með það. Þú gætir skrifað hana, en þú lætur ekki verða af því. Og ég geri það varla. En þetta gæti orðið þokkalegasta saga, alls ekki sem verst. Má vera að hún gerist á okkar dög- um . . .Vettvangur hennar er eins og eyðimörk. Auðn. Slétta. Svo virðist sem hún sé hátt yfir sjávarmáli. Ef til vill kemur upp jarð- fræðigrunur um að hér hafi verið haf fyrir triljón árum. Þetta er semsagt forn hafsbotn. Botninn lyfti sér og varð háslétta. Þar vex ekki neitt. Ekki einu sinni saxaúl, lauflausi eyðimerkurrunninn. Hvorki trjáflís né vatnsdropa er þar að finna. Það er komið með vatn í geymum, mold á vörubílum, vatn í þyrlum, jarðveg í pokum. Svo hefur einhvern veginn æxlast til að einmitt þarna stendur garð- rækt með fágætum blóma, eins og þú getur skilið. Garðyrkjumenn- irnir eru afar þrautseigir og því verður kálhaus hjá þeim eins og loft- skip en ekki kálhaus, stærsti kálhaus í heimi spratt einmitt hjá þeim. Slíkt kálhöfuð er ekki hægt að flytja burt nema með þyrlu. Tómat- inn þeirra er heldur ekki með neinu móti hægt að éta — eins þótt allir í plássinu eða sveitinni eða þorpinu bíti í hann í einu — þessi tómatur er fluttur í sérstökum geymi, sem líkist einna helst ofvax- inni líterskrús. En hann verður að flytja burt til sýnis, til að sýna öllum heiminum hvílíkur tómatur hefur sprottið hjá okkur, hjá okk- ur þar sem allt er grýtt og ekki vatnsdropa að fá og saxaúl er á við tré í hinum röku hitabeltislöndum, hjá okkur sem verðum að fá tómatafræið með sérstakri þyrlu um tíu þúsund kílómetra veg og 496
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.