Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 108
Tímarit Máls og menningar honum stundarkorn og reynt síðan að stúta honum þá hafi þeir hrif- ist dálítið af dýrunum (enda höfðu þeir aldrei séð þau áður því þeir lifðu alla tíð á engisprettumauki og ræktuðu sinn einstæða tómat til útflutnings . . . ) Með öðrum orðum, þannig liðu löng ár, og þessi fábjáni náði virðulegum aldri án þess að láta af sinni athafnasömu geggjun. Hann varð jafnvel með nokkrum hætti merkilegur í tötrum sínum, með sitt mikla, gráa skegg . . . smám saman fóru menn að viðurkenna, að hann ætti engan sinn líka, menn voru reiðubúnir að líta á hann sem tákn og ímynd þjóðlegrar hugsjónar þorpsins, skáld eitt kallaði hann „hinn mikla myndhöggvara sem reisir hafinu minn- isvarða“, menn þóttust líka finna vissan skyldleika með honum og tómatinum frábæra . . . Svo var það einu sinni . . . það skal tekið fram að hvað sem leið stríðinu sem enn var ekki byrjað, þá tóku byggðarmenn sér einu sinni á ári frí til æfinga, þá skriðu þeir niður í byrgi sín og ráku ekki nefið út þaðan í tvær vikur og lifðu hver á sínum forða . . . Svo skríða þeir loksins upp í dagsljósið, píra augun upp á sína grimmu sól og fyrst sjá þeir ekkert, en svo — hvað sjá þeir? Þeir sjá að horfinn er sá gripur sem þeir sýndu með mestu stolti, einstæður tréstólpi sem stóð í byggðinni miðri, á honum hafði líka hangið klukkan sem kallaði á menn til að þeir vökvuðu tómat- inn í sameiningu: og viti menn — klukka þessi liggur á jörðinni en stólpinn er horfinn. Nú verður uppi fótur og fit, gamli maðurinn er horfinn, geitina er hvergi að finna né heldur göltinn eða vísunds- kúna, hvergi svo mikið sem hundshræ að sjá, kannski hafði hestur- inn brugðið sér frá, en hann var líka týndur, gleðan ein flýgur sem fyrr á himni og leitar að hænu sem einnig er á bak og burt . . . Allir áttuðu sig strax án þess að orð væri sagt og hlupu af stað . . . Þeir hlupu alla leið og sjá: í eyðimörkinni miðri stendur bátur með rá og reiða, og stólpinn týndi er einmitt mastrið; já og hvað er ég að tala um bát, þetta er skip! — í kýraugum og yfir borðstokka sér í trýni og smetti dýranna, börn vitfirringsins eru að ganga frá einhverju á mastrinu, einhverju sem líkist hvítum fána . . . (Vel á minnst — ég gat ekki fyrr um börn hans, en afkvæmi hafði hann einhvernveginn eignast, son og dóttur, eða ef til vill þrjá syni . . . þeir hjálpuðu honum þegar þeir uxu úr grasi — hvernig hefði hann átt að geta ráð- ið við þetta einn?) . . . Nema hvað, landsmenn allir eru sárreiðir út af stólpanum sínum, sem nú var orðinn mastur, nú er þolinmæði 498
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.