Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 27
SKÁLDSAGA SKIPTIR UM RÍKISFANG hefur orðið til þess að staða enska textans, það hvort hann er þýðing, sjálfsþýðing höfundarins eða frumsamin skáldsaga á ensku, virðist vera nokkuð á reiki ef marka má viðtökur í Bandaríkjunum og Englandi. Gagn- rýnendur tala ýmist um að Ólafur skrifi á ensku,11 hann þýði bókina sjálfur,12 eða að bókin sé þýdd.13 En fleira er gert til að setja bókina inn í engilsaxneskt bókmenntaum- hverfi. Þýðingin víkur um margt frá því sem strangt til tekið telst bein þýðing, og víða er frásagnaraðferð og stíl breytt umtalsvert. Nú verður litið á þær breytingar og um leið spurt hvort breytingarnar þjóni þeim tilgangi að gera bókina að bandarískri skáldsögu, og ef svo er hvaða hugmyndir um banda- rískt bókmenntakerfi birtist í þessum breytingum. í átt að harðsoðnum stíl Breytingar á stíl eru það sem fyrst vekur eftirtekt við samanburð Absolution og Fyrirgefningar syndanna. Kannski má segja að fyrirboði um ólíkan stíl bókanna felist bæði í umgjörð þeirra og titlum. Kápa Fyrirgefningar synd- anna er í björtum litum og hlýjum. Framan á kápu er prentað málverk effir Gunnar Gunnarsson yngri sem sýnir rómantíska stemmningu: elskendur undir tré í litskrúðugu landslagi. Bandaríska kápan er mun kuldalegri, grunnliturinn er fölblár og á henni er svarthvít og mjög óskýr mynd af manni eða skugga í fjarska. Á titlunum er einnig smávægilegur munur. Sá enski er helmingi styttri, aðeins eitt nafnorð án greinis í stað tveggja á íslenskunni þar sem annað er með greini. Titillinn á ensku verður þannig knappari og nokkuð óræðari en á íslensku, auk þess sem vísunin til kirkjulegrar orðræðu verður beinskeyttari þar sem aflausn kemur í stað fyrirgefningar synda. Á íslensku skrifar Ólafur Jóhann nokkuð hefðbundinn og næstum því gamaldags stíl. Setningabygging er hefðbundin, orðanotkun bókmálsleg og oft bregður fyrir orðum sem ekki eru hluti af hversdagsorðaforða, orðum eins og „bljúg“, „mara“ (í merkingunni ,,martröð“), „óst“ og „úrúi“. í stíl Ólafs á íslensku bregður líka fyrir ljóðrænum tóni, hann notar myndmál töluvert, mest viðlíkingar, en persónugervingar og myndhverfmgar koma einnig fyrir. Þessu myndmáli fylgir huglægni sögumannsins, Péturs Péturs- sonar, og tilhneiging hans til að velta upphátt fyrir sér lífinu, dauðanum og tilverunni. Stíllinn á Absolution er ólíkur þessu. Hann er hraður; efnisgreinar og málsgreinar stuttar, og töluvert minna ber á myndmáli og huglægum vanga- veltum en í íslenska textanum. Orðanotkun er öll hefðbundin og sérviskulegt orðalag, líkt því sem bregður fyrir í íslenskunni, er sjaldséð. Munurinn á stíl sagnanna tveggja er því ekki síst sá að enska gerðin, eða sú bandaríska, er TMM 1997:2 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.