Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 31
SKÁLDSAGA SKIPTIR UM RÍKISFANG einstök líking er þýdd, heldur hitt að hér er þurrkuð út ákveðin keðja líkinga sem styðst við íslenska málnotkun. Fleira mætti tína til af íslenskum einkennum eða fyrirbærum sem skila sér ekki eða í mjög breyttri mynd í Absolution. Það er til dæmis mjög trúverðugt að íslendingar samankomnir í útlöndum skuli sletta dönsku þegar þeir eru við skál, líkt og þeir gera í Fyrirgefningu syndanna. í banda- rískum skáldsögum er það náttúrlega ótækt, en lausnin er einföld, á ensku sletta menn frönsku, „Mine damer, skál!“(60) verður því að „Your health, mesdames et mesdemoiselles!“, og jafnvel sveitamennska drukkins heildsala í Kaupmannahöfn (þessi heildsali er vitanlega óþýðanlegur, en fær að standa) er gerð hálf heimsborgaraleg þegar „Úlala, séra minn! Maður á eftir að sakna dönsku píanna“(236) verður „Oo-la-la, ma chérie! I’ll miss the Danish dolls“(212). Þessi heildsali heitir Hjálmur B. Stórdal, og fær að halda því háðuglega nafni óþýddu í Absolution. Aðalóvinur Péturs er hins vegar ekki svo heppinn, hann heitir Þráinn í Fyrirgefningu syndanna, en hefur breyst í Jon í Absolution sem óneitanlega er þjálla á enskum vörum. Þá hefur veitingastaður sem kemur lítillega við sögu einnig breytt um nafn, heitir á íslensku Lois Lafitte en á ensku Jean Lafitte, þótt erfitt sé að sjá ástæðu þess. Þá má nefna að á einum stað í enska textanum kemur alþekkt latneskt orðtak eins og skrattinn úr sauðarleggnum þar sem á íslenskunni er ósköp hvers- dagslegt orðalag, Festina lente{237) í stað „Ekkert fljótræði“(263). Þau dæmi sem tínd hafa verið til um íslensk einkenni sem hverfa í þýðingunni eru öll fremur smávægileg, þótt sumar þessara breytinga valdi e.t.v. nokkurri tilfærslu í óbeinum persónulýsingum á aukapersónum og fýrnska Péturs Péturssonar minnki. En þótt þessi atriði séu ekki stór í sjálfu sér vitna þau ótvírætt um að verið sé að breyta sögunni í bandaríska skáldsögu. Öll þessi atriði hefðu verkað framandi í bandarísku samhengi hefðu þau verið þýdd beint, þess í stað er þeim sleppt eða tekin inn samsvar- andi fyrirbæri úr ensk-amerískri hefð. Tal um sverð og spjót og skagfirskar bóndakonur eru ásamt slettum úr dönsku og golfrönsku sjálfsagðir hlutir í íslenskri skáldsögu, en eru greinilega ekki álitnir vænlegir til útflutnings eða innlimunar í önnur bókmenntakerfi. Sögumaður eða þýðandi? - Skúffuskáld eða spæjari? í Fyrirgefningu syndanna eru tveir sögumenn. Sagan er byggð upp sem hefðbundin rammafrásögn: bandarískur bústjóri dánarbús Péturs Péturs- sonar felur íslenskum skrifstofumanni búsettum í New York að lesa yfir eftirlátna pappíra hans. Það gerir hann, og heillast svo af ævi Péturs við TMM 1997:2 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.