Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 83
MAÐURINN í NÁTTÚRUNNl úr lambhrútum liggja í rauðum saffronlegi áður en þau eru matreidd ofan í karlmenn, svo þau verði ekki eins sjúklega grá á litinn og þeim er eðlilegt. í engu af þessu, hvað menn láta ofan í sig, er lengur höfð hliðsjón af guði eða hvað honum kunni að vera þóknanlegt. Leonardo sagði líka: Allt er til í öllu. Vissi hann að allt er engu að síður sundurgreint í sameiningunni? En náttúran ein og sér, maðurinn í sínum andlega heimi, kemur berlegast fram í ljóma á stað þar sem engin náttúra var fyrir önnur en fenjamýrar og sker, en síðan reis þar náttúra gerð af mannahöndum, í Feneyjum. Þar vaknaði þörf fyrir að hengja myndir af náttúrunni á veggina í híbýlum manna og hún færð í ríkulega olíuliti á málverkum yfir fenjasvæðin. Þannig varð maðurinn að engu öðru en manni. Á málverkinu fæðist hann úti á víðavangi af konu með eldingu í baksýn. Þetta er merki þess að honum sé skylt að varðveita sig og náttúruna. Sú hugmynd er þar með fædd að saman fari náttúruvernd og mannvernd og hún verður ekki aftur tekin. En reynslan sýnir að stundum tekur aldir að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, enda er höndin tregari til starfa en hugsunin; höndin er líka hægari og fer yfirleitt ekki af stað fýrr en öruggt verði að búkurinn hagnist eða fái eitthvað fyrir sinn snúð. Aft ur á móti starfar hugurinn hugsunarinnar vegna, hann græðir aldrei á neinu. Því borgar sig best að hugsa sem minnst á markaði hugans, en arðvænlegast að þykjast hugsa, bera á borð fýrir aðra hugsanalíki; menn gleypa það í sig. Sérhver tími hefur ýmist auðsætt eða leynt viðhorf til náttúru og manns. Þeir tímar hafa ríkt í menningunni þegar maðurinn var talinn vera ekki aðeins viðmiðun alls heldur miðbik og allt gert til þess að verja hann: Skógar höggnir, svo honum stafaði ekki hætta af rándýrum eða nornum, en herskip og hallir smíðuð úr trjábolum til að verjast mannfjöndum. Fyrir atbeina axa og saga hurfu óargadýr og nornir úr náttúrunni en fóru í staðinn inn í þjóðsögur, bókmenntir eða huga manna, svipað og vísitala byggingaiðnað- arins hér hrakti álfa úr klettum og vot jörð var ræst fram, svo þúsund sauðir fengju að blómgast en mýramórar dræpust. En stundum verður náttúran grunsamleg viðmiðun allra hluta, upphafin og gerð næstum guðleg. Menn dýrka hana og leita huggunar í henni eins og Boetius forðum í heimspekinni en Jón og Gunna í apótekum sem eru opin 70 lyfjatíma á dag og selja lyf með afslætti. Við þannig aðstæður er mokað af bjartsýni ofan í framræsluskurði og mýrar endurheimtar í von um að fá í þær affur mátulega saklausa og gjaldeyrisskapandi mýramóra fyrir ferðamenn til að horfa á eða svo skor- dýraffæðingar og annar menntavargur fái eitthvað að gera við að rannsaka, á meðan bændur og rollur verða kvótanum að bráð. Á þeim tímum þegar hugsanalíkið ræður eru menn ýmist að grafa eða moka ofan í skurði, líkt og TMM 1997:2 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.