Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 99
ÍSLENSKA MEÐ ÚTLENDU KRYDDl hætti með ó íyrir o, k (áhrif frá dönsku?) íyrir c og sett á það íslensk ending, en j látið halda sér, væntanlega þó ekki borið fram eins og ósigldir íslendingar mundu gera. Tungumálið er líka nokkuð sem þú notar á markvissan hátt. Hér er orðið nokkuð notað eins og nogetí dönsku og auðséð að þarna hefur danskan ennþá einu sinni komið spyrjandanum til hjálpar í neyð. Og ekki hefur hjálpin verið síður kærkomin í þessum setningum: Eins og þú segir eru [...] og [...] alltaf að kommentera á sjálfar sig og skoða sig í tungumálinu, og það er í gegnum þessa sjálfsskoðun og sjálfsíróníu sem við kynnumst þeim [...] Það er aldeilis munur að geta brugðið fyrir sig dönskunni, kommentera og þessari sérkennilegu notkun Dana á orðinu igennem sem íslendingum fellur svo vel. Og enn er gripið til dönskunnar: - eða að endurskrifa sig með því að líta til baka [...] Sjálfsleit er þema sem er sterkt [...] og nú dúkkar það aftur upp [...] Stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn íslenskir forðast eins og heitan eldinn að nota orðafarið að taka aftur, en laga tungutak sitt þess í stað að dönskunni: trække tilbage, og segja: draga til baka, sem er auðvitað miklu fínna. Sama sinnis er spyrjandinn og segir líta til baka, en ekki líta aftureða horfa aftur. Þarna er einnig danska orðafarið dukke op sem íslendingar hafa nýlega tekið ástfóstri við, svo að þeir þurfi ekki að tala eins og ósigldir aumingjar og notast við þetta gamla: birtast, koma í Ijós, skjóta upp kollinum, sem er myndrænt orðafar og gæti orðið til þess að vekja einhverja íhugun til lífsins. En engum dettur í hug að fara að hugsa um innri merkingu orðafarsins að dúkka upp og tengja það ljósi eða birtu. Hins vegar geta menn notað það eins og sumir menn nota farsíma þar sem þeir eru staddir í verslunum eða annars staðar innan um fólk, til að eftir því sé tekið að þeir séu ekki af sama sauðahúsi og allur almúgi, og áreiðanlega sigldir. Við skiljum við spyrjandann í orðinu veruleikavídd sem ég veit ekki hvað merkir, en mér sýnist vera ákaflega fínt orð og áreiðanlega vel ættað, og víkjum að rithöfundinum. Það sem er haft eftir rithöfundinum í þessu viðtali er á margan hátt athyglisvert og gefur góða hugmynd um vinnubrögð rithöfundar sem kann til verka. Viðtalið er ugglaust tekið á segulband, og ekki verður betur séð en að það sé prentað eins og það er á bandinu. Það gefur því góða hugmynd um TMM 1997:2 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.