Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 112
RITDÓMAR liggur til grundvallar allri umræðu um bókmenntir og texta yfirleitt. Ef ekkert „færi á milli mála“ þyrffi ekki að hafa um það fleiri orð, umræða og skoðanaskipti væru óþörf. En það er að sjálfsögðu ekki þessi vandi sem liggur Z á hjarta í ofanbirtri tilvitnun. Hún er að reyna að orða þann vanda sem þeim er á höndum sem vill tjá ást sína í tungumálinu. (Og þetta er um leið vandi höfundarins sem vill tjá eðli ástarinnar í texta sínum.) En ástin og tungumálið „haga sér“ kannski þegar öllu er á botninn hvolft ekki ósvipað. Hvort tveggja er rekið áfram á þránni eftir merkingu, merkingu sem aldrei verður þó höndluð til fulls. En þráin við- heldur viðleitninni til að elska og til að tala og þannig til að skilja sjálfan sig og heiminn. „Ég skrifaði af þrá og stundum af þráa“ (bls. 13) segir Anna snemma í frásögn sinni og orðar þar með grund- völl bæði sögu sinnar og söguefnis. Z. Ástarsaga er bæði lík og ólík fyrri bókum Vigdísar Grímsdóttur. Líkindin felast fyrst og fremst í því að hér sem áður vílar Vigdís ekki fyrir sér að fjalla um stóru eilífðarefnin eins og ást, dauða, sið- ferði og mannlega samkennd. Einnig minnir sjálfur frásagnarramminn á Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón (1989), Stúlkuna í skóginum (1992) og Grandaveg 7 (1994) í því að allar þessar sögur gerast á einum sólarhring þótt innri tími þeirra spanni mörg ár. Einnig kallar Z. Ástarsaga á sam- anburð við ljóðabókina Lendar elskhug- ans (1991) þar sem hún fjallar að öðrum þræði um sama efni. Það sem skilur hins vegar þessa bók ff á flestum öðrum bókum Vigdísar er að hér er bæði frásagnarháttur og söguflétta mun einfaldari en lesendur þekkja úr fyrri verkum hennar. Að því leyti er þessi bók að mörgu leyti aðgengilegri en ýms- ar fyrri bækur hennar og ætti að höfða til stærri lesendahóps en áður. En vissulega býður þessi texti í öllum einfaldleika sín- um upp á stríðari lestur, lestur milli lína og handan orða. Þannig eru allar góðar skáldsögur. Soffía Auður Birgisdóttir Orðakræklur verunnar Geirlaugur Magnússon: Þrítengt. Mál og menning 1996. Þrítengte r þrettánda ljóðabók Geirlaugs Magnússonar og skiptist hún í þrjá hluta. Síðasti hlutinn hefur að geyma þýðingar á ljóðum eftir franska skáldið Pierre Reverdy (1889-1960). Þrítengt er efnis- mikil bók og inniheldur mjög fjölbreyti- leg ljóð að allri gerð, allt frá meitluðum og knöppum ljóðum til lengri og mælsk- ari ljóða. Það er býsna sterkur heildar- svipur á þessari bók og þó að bæði stíll og yrkisefhi séu lesendum Geirlaugs kunnugleg úr fyrri bókum hans er hér að finna dýpri og listfengari ljóð sem sýna svo ekki verður um villst að Geirlaugur er í stöðugri sókn sem ljóðskáld. Eitt af einkennum Þrítengt er hve mörg ljóð er þar að finna í þversagna- kenndum furðustíl, líkingamálið er óvænt og óröklegt og víða leikur skáldið sér að tungumálinu og reynir á þanþol þess. Það eru ekki síst þessi fjarstæðu- kenndu ljóð sem einna nýstárlegust eru í ljóðabók Geirlaugs. Rætur þeirra er að finna í súrrealismanum ffanska en höf- undar þeirrar listastefnu lögðu mikla áherslu á myndmálið og smíð ff umlegra myndhverfinga. Myndmálið átti að koma lesandanum á óvart, líkingarnar óvæntar og langsóttar við fyrstu sýn. Það þarf ekki að koma á óvart að slík ljóð þykja mörgum óaðgengileg og frægt er að skömmu eftir að Halldór Laxness birti hið ffæga ljóð sitt „Únglíngurinn í skóg- inum“ árið 1925 synjuðu allir þingmenn umsókn hins unga skálds um fararstyrk til Sikileyjar utan einn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, torræður módern- 110 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.