Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 114
RITDÚMAR að morgni“ um „mulningsvél orðanna“ og tilhneigingu sjálfumglaðra hluta til að leysast upp í henni. Hann treystir ekki fingrum sínum „fyrir innistæðu beinnar línu“, þ.e. hið ritaða orð er ófært um að tjá ást svo að mark sé á takandi. Fingur skáldsins „má burt þyrrkingslegar kræklur verunnar“ eins og það er orðað í ljóðinu. Ljóðið „Orðabókin“ fjallar um glötuð orð sem (að öllum líkindum) hafa farið á milli elskenda. Þessi orð „finnast ei framar/ milli lína í orðabók hlutanna“. Gamansemi einkennir ljóðið „Orðin“ þar sem orðin eru persónugerð og lifa sínu eigin lífi. Einn góðan veðurdag eru orðin orðin fullorðin, ráðsett, ífamsett og varfærin og þau eru ennfremur „flækt í félög og söfnuði“ og ekki lengur feimin „þegar léttdrukkin/ minnast bernskunn- « ar . Gamansemi beitir Geirlaugur oft í bland við háð t.d. í ljóðinu „Ragnarök“ og útkoman er kostuleg ádeila. Stundum er honum reyndar heitara í hamsi en svo að gamansemin komist að. Skaphiti og grófara tungutak sést t.a.m. í „17. júní á eystrasalti“, þar vandar skáldið lands- mönnum sínum ekki kveðjurnar á þjóð- hátíðardaginn, segir að þeir grenji þjóð- sönginn, klæmist við fjallkonuna og mígi „utan í ingólf*. En þetta er einsdæmi í Þrítengt, yfirleitt er heimsádeilan sett fram á listrænan og vandaðan hátt. Mörg ljóðanna fjalla um tilvistarvandann, um samviskubit, þjáningu, kvíða og afneit- un, en einnig um sælu, von og jafnvel ást sem vega upp á móti hinu neikvæða. Ljóðið „Naglfar“ fjallar um hina andlegu krossfestingu sem tíðkast einkum nú á tímum og því má greina naglfar í hverj- um lófa. Annað snilldarlegt ljóð í sama anda nefnist „Pastorale“. í upphafi þess er talað um að „halda linkindinni á beit/á upplýstum almenningi“. Þetta er snjall orðaleikur sem tengist heiti ljóðsins og sauðfé á beit. Síðan er talað um „upp- skrúfaðan smalasöng“ sem sumir voga sér að taka undir og „rauðan skúf og peysu“, hér er vísað í þá rómantík sem ríkir í sonnettu Jónasar „Ég bið að heilsa“. I öðru erindi verður tónninn stríðari, það dimmir og í myrkrinu fara skottur og mórar á kreik og lokin eru svohljóðandi: myrkrið hlutleysi yfirlýst minningin eldknöttur furður vomir ein með annað augað opið færð ei framar að skilið von og kvöl jarm um örvænting sælu eða efa (50) Hér er líkingunni við sauðféð haldið og ekki laust við að vísað sé í lokaerindi kvæðisins „Ferðalok“ eftir Jónas. I róm- antíkinni trúðu menn því að andar elskenda næðu saman í eilífðinni en nú á okkar póstmódernísku tímum er eina huggun og vissa skáldsins að von og kvöl séu síamstvíburar. I mörgum ljóða Geir- laugs Magnússonar kristallast vitund nútímamannsins, yrkisefni hans eru kunnugleg úr ljóðum módernista svo sem vanmáttur orða, klofin vitund, van- trú á skynsemidýrkun og framfarir og gildiskreppan margumtalaða. Hannes Sigfásson hefur ort um svipuð efhi og Geirlaugur hér, að ekki sé minnst á Stef- án Hörð og síðast en ekki síst Sigfus Daðason, sem líkt og Geirlaugur hefur numið margt af frönskum nútímaskáld- um. Bjartsýnin vefst ekki mikið fýrir módernískum skáldum, þeir sjá sönnum gildum ógnað og reyna að benda á það í ljóðum sínum á sinn hógværa hátt. Þetta þýðir að til eru sönn gildi fyrir þeim t.d. margt úr okkar klassíska menningararfi. Málið vandast hinsvegar þegar litið er á þróun síðustu tuttugu ára þar sem ákveðin afhelgun hefur átt sér stað, ekk- ert er lengur heilagt í listum og bók- menntum. Það hefur verið talað um að nú sé tímabil póstmódernismans gengið í garð. Eitt af einkennum þess er skortur á sönnum gildum, upplausn og rótleysi fylgir óhjákvæmilega í kjölfar slíkra lífs- 112 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.