Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 116
RITDÓMAR og málnotkunar fremur en forms og uppbyggingar. í þeirri fyrstu, Hellu (1990), gerði hann tilraun með hlutlæga lýsingu, fagurfræði hennar minnti meira á kvikmynd en skáldsögu, viðfangsefnið var sýn fremur en skynjun. I Þetta er allt að koma (1994) var orðræða og yfirborð fjölmiðlanna allsráðandi, söguhetja þeirrar bókar skynjaði tilvist sína frá vöggu til frægðar sem eitt langt viðtal á síðum glanstímarits. í nýjustu bókinni brýtur Hallgrímur sér leið inn í sálarlífið og gengur lengra en fyrr í þeirri viðleitni sinni að gera okkur rollurnar heima- komnar í því undarlega geimfari sem nú- tíminn er, svo lagt sé út af orðum hans um nauðsyn þess að finna nýrri kynslóð nýja tjáningu í blaðaviðtali fýrir nokkrum árum. Söguhetjan orðar mis- gengi máls og veruleika svona: „Tungu- málið er alltaf á eftir athöfnum, orð á eftir gjörðum" (120). Einhverjir myndu tala um hálfrar aldar stíl-stökk eins og einu sinni var gert, aðrir um útþynntan vaðal sem fáum kemur við. Ástæðan er sú að 101 Reykjavík tilheyrir öðru texta- samhengi en flestar íslenskar skáldsögur ffá síðustu árum; sambandi hennar við veruleikann er öðruvísi háttað. Hún uppfyllir ekki kröfur um úthugsaða formgerð eða áferðarfagran stíl, gerir fáar tilraunir til að loka sig af í turni hámenningarinnar enda gerist hún öll í hugarheimi einstaklings sem á yfírborð- inu gefur lítið fyrir Menninguna. Les- andinn veit ekki alveg hvað hann á að gera við yfirþyrmandi orðaflaum sögu- hetjunnar sem er hvorki nútímamaður né hvunndagshetja, unglingur né full- orðinn maður, hvorki hetja né skúrkur, píslarvottur né heilagur maður. Hall- grímur hefur einfaldlega vakið Hlyn ræfilinn af værum svefni á Bergþóru- götunni eða hirt hann upp af Frakka- stígnum og blásið í hann lífi með tungu- máli sem heldur honum við efnið, til góðs eða ills, á ríflega 370 blaðsíðum: „Útvarpið. Fyrsta lag dagsins gefur tón- inn fyrir daginn. „Passiorí‘ með Rod Stewart. Veit ekki alveg með það“ (12). ístru-móða tíð 101 Reykjavík glímir við innihaldslausa tilveru á ódýrum og firnahressum tím- um sem einkennast af ofurvaldi fjöl- miðla og þráðlausum samböndum. Hún gerist nær öll í einu póstnúmeri undir gervitungli í miðbæ Reykjavíkur, sjónar- hornið er fádæma þröngt þrátt fyrir óteljandi vísanir söguhetjunnar til sjón- varpsefnis, kvikmynda og dægurtónlist- ar. Hlynur Björn er atvinnulaus eilífðar- unglingur sem rásar rammvilltur á milli gervihnattastöðva milli þess sem hann rasar út á öldurhúsunum. Hann býr þrátt fyrir háan aldur, þrjátíu og fjögur ár, hjá móður sinni, líf hans einkennist af fáheyrðum doða, tilgangslausu brölti; máttleysi hans andspænis sjálfum sér og öðru fólki minnir hann sjálfan og lesend- ur um leið á skynlitla skepnu í hýði sínu, ófleyga mörgæs eða útdauða dýrateg- und. Hann sefur frameftir og ver dögun- um fyrir framan sjónvarp og tölvu, á sér ekki annað markmið með tilvist sinni en það að finna glórulitlar samsvaranir sem virðast eina leið hans út úr þeim grátlega smáa heimi sem hann tilheyrir: „Við erum komin að kvöldmatarleytinu í mannkynssögunni, eða við erum nýbúin að borða, allir saddir og slappir og enda- laus dagskrá“ (13). Hlynur er tilfinn- ingalega heftur, ófær með öllu um að eiga uppbyggileg samskipti við annað fólk, öll hans tilsvör eru útúrsnúningur og leikur. Hann er þræll eigin kynhvatar, pornó- bláminn sem lýsir upp herbergi hans virðist á köflum eina ljósið í lífi hans þótt í augum móður sinnar, sem heldur honum á floti, sé hann undursamlegur en snertifælinn sonur, hnyttinn og skemmtilegur, sjálfur segist hann stygg- ur, en meinlaus: „Ég stari inn í ísskápinn. Hann er eins og spegilmynd af mér. 114 TMM 1997:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.