Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 118
RITDÓMAR rekkju drottningar, faðir Hlyns, alkó- hólistinn Hafsteinn, reikar eins og vofa um sögusviðið og gasprar um óstaðfest samband Lollu og Berglindar í upphafi sögu, „unnustan“ Hófi er Ófelían sem Hlynur hafnar, faðir hennar tannlæknir- inn sá Polóníus sem Hlynur fælir burt með óráðshjali, félagar Hlyns, Rósi og Gulli, eru hirðmennirnir Rósinkrans og Gullinstjarna sem fylgja honum „sturluðum“ úr landi. Sagan kallast með margvíslegum hætti á við leikritið og fylgir formgerð þess að vissu marki; henni er greinilega ætlað að spegla sögu- efni og tilvistarvanda Hamlets á íronísk- an og nútímalegan hátt og að mörgu leyti tekst það vel. Öll tengsl sögunnar við fyrirmyndina einkennast af tilfærslu eða paródíu enda er það Hlynur sjálfur sem kemur auga á þau og snýr hringsviðinu að vild: „Ég geng niður Laugaveg á okkar ístru-móðu tíð. „Á okkar ístru-móðu tíð“? Hvaðan kemur það? Jú. Mér líður einsog í einhverju ævafornu og fúlu plotti [. . .]“ (128). Þrátt fyrir óteljandi vísanir í eyrnd Hamlets fylgjumst við ekki með göfugri sál brotna til grunna, manni sem hefur lifað sjálfan sig, heldur moðhuguðum vesalingi á útmánuðum lífs síns sem hefur glatað sjálfsmynd sinni áður en sagan hefst. Þótt Hlynur taki ógæfu sína alvarlega bregst hann ekki við henni með framtaki heldur með því að rasa út í næturlífinu og róta í pilluspjaldi systur sinnar með grátlegum afleiðingum. Hann reynir að göfga örlög sín með upphöfnu máli en ávallt komum við að því sama: tímarnir eru ódýrir og því upplifir Hlynur harmleik sinn aleinn á sviðinu andfúll af feigurn orðum. Útkoman er ein taka og allt óklippt; póstmódernísk samsuða þar sem töku- vélin hefur að rnestu leyst hið alsjáandi auga guðs af hólmi, þótt sá gamli máti söguhetjuna „við öfl sín og veður“ (366) í anda harmleiksins í óviðjafnanlegri frá- sögn af villuráfi Hlyns í Borgarfirði und- ir lok sögunnar. Frásögnin hefur til- hneigingu til að þenjast út og flæða yfir bakka sína líkt og Hallgrímur hafi enga stjórn á uppvakningnum sem veit ekki hvort hann á að lifa eða deyja fjarlægum Guði sínum á fimmtíu rásurn. Stærsti kostur sögunnar er engu að síður rödd textans sem er á einhvern hátt heilsteypt og sjálfri sér samkvæm. Þessi rödd geng- ur fullkomlega upp þótt Hlynur sé á allan hátt lygilegur og skáldsagan sjálf hangi ósjaldan á bláþræði í tilraun sinni til að hugtaka samtímann. Röddin vekur eng- ar göfugar tilfinningar með lesendum sínum, veitir þeim ekki sáluhjálp af nokkru tagi enda er sagan eins langt frá nokkru Iðnó-drama og ein saga getur verið því hún snýst ekki um harmleik heldur aðeins þessa rödd sem er alger- lega sjálfri sér nóg og getur hvergi hljóm- að nema á síðum bókarinnar sjálffar. Þótt tilgangslaust sé að kalla hana ffam er eins og Hlynur krefjist þess að taka til máls og ef til vill hefur hann ekki annað að segja en þetta: „Við þegjum nokkra smóka. Vigdís hreyfir varirnar um skjá- inn. Lítill fáni á stöng á borðinu við hlið- ina á henni, linur og lafandi. Mér líður einsog hann ætti að vera í hálfa stöng. Vigdís hættir að tala og horfir á okkur. Svo örugglega þjóðsöngurinn. Graf- alvarlegt landslag. Jú. Fossarnir virka ennþá. Ágætis rokkvídeó. Þannig“ (136). Líf mitt í setningum 101 Reykjavík snýst öðru fremur um leit manns að eigin höfuðtexta mitt í því stjórnlausa flæði orða og mynda sem einkennir samtímann og fáir íslenskir höfundar lýsa jafh kröftuglega og Hall- grímur. Þessi leit og um leið persónu- sköpun Hlyns sem horfir á heiminn gegnum síkvikt auga tökuvélarinnar er helsti styrkur sögunnar. Líta má á söguna sem ádeilu eða satíru um ódýra tíma en 1 16 TMM 1997:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.