Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 15
JAKOB BENEDIKTSSON 20. JÚLÍ 1907 - 23. JANÚAR 1999 og systir Margrét húsfreyja á Stóra-Vatnsskarði. Halldór og kona hans, Guð- rún Þóra Þorkelsdóttir, áttu dótturina Margréti Sigurbjörgu sem var Jakobi og Grethe einsog fósturdóttir og bjó hjá þeim meðan hún stundaði nám í Reykjavík. Maður Margrétar er Ólafur Þ. Ólafsson og þau eignuðust þrjú börn. Margrét lést árið 1991. Nafna hennar, systir Jakobs, og bóndi hennar Benedikt Pétursson áttu tvo syni, Benedikt bónda á Stóra-Vatnsskarði sem giftur er Mörtu Magnúsdóttur og Grétar bifvélavirkja á Akureyri sem er kvæntur Ernu Bjarnadóttur. Þó fjárhagurinn væri Benedikt bónda á Fjalli heldur óhægur var heimilið mikið menningarheimili, þar var meira af bókum en algengt var á bæjum og í þeim lá Jakob frá því að hann mundi eft ir sér. Faðir hans var tónelskur, mik- ið var sungið á heimilinu og húsbóndinn ágætur organisti. Jakob var því al- inn upp við ást á bókum og tónlist og það fylgdi honum til æviloka. Benedikt hvatti son sinn til mennta eftir föngum, hann sá að ég mundi seint gagnast við búskapinn sagði Jakob. Enginn skóli var í Seyluhreppi og faðir Jakobs kenndi honum fyrstu skrefin. Tvo vetrarparta bjó hann hjá frænda sínum, Sigurði Þórðarsyni bónda á Nautabúi og lærði undirstöðuatriði í ensku og dönsku hjá séra Tryggva Kvaran á Mælifelli. Annar prestur, séra Hálfdan Guðjónsson á Sauðárkróki, las með honum undir próf upp úr fyrsta bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri vorið 1921. Ári seinna sat Jakob nokkrar vikur í þriðja bekk og tók svo gagnfræðapróf utanskóla. Haustið 1923 settist hann í íjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og bjó þann vetur hjá náfrænda sín- um Jóni Jakobssyni landsbókaverði. Þessi vetur var sá eini sem Jakob sat heil- an á skólabekk allt til stúdentsprófs. Veturinn 1924-25 fékk hann tilsögn hjá þriðja prestinum í Skagafirði, séra Hallgrími Thorlacius, sem einkum las með honum frönsku. Og lokaveturinn í Menntaskóla var Jakob húskennari hjá Jóhannesi Reykdal í Hafnarfirði og tók svo stúdentspróf utanskóla vorið 1926. Þrátt fyrir þessa slitróttu skólagöngu náði Jakob afburðaárangri á stúdentsprófi og hlaut fjögurra ára styrk til framhaldsnáms. Þeir voru samferða yfir hafið tveir piltar, Jakob og Gísli Gestsson og kvikn- aði með þeim vinátta sem entist meðan báðir lifðu, þeir leigðu saman í Kaupmannahöfn, og löngu seinna bjuggu báðir með fjölskyldum sínum í sama húsi í Stigahlíðinni. Jakob lagði stund á klassísk fræði við Hafnarhá- skóla, hafði latínu sem aðalfag og grísku sem aukafag. Styrkurinn að heiman dugði vel meðan hann entist en síðan fleytti Jakob sér áfram með ýmsum störfum samhliða náminu. Árið 1932 lauk hann kandídatsprófi og var næstu árin stundakennari við ýmsa skóla í Danmörku enda atvinnuhorfur ekki bjartar á hans fræðasviði heima á íslandi. Um það sagði hann stutta sögu í þætti sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu árið 1992. Það var siður á þessum árum að íslenskir ráðherrar kæmu á fund í stúdentafélaginu þegar þeir áttu TMM 1999:1 www.mm.is 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.