Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 17
JAKOB BENEDIKTSSON 20. JÚLÍ 1907 - 23. JANÚAR 1999 Kaupmannahöfn var heimili Jakobs í tuttugu ár, frá því að hann kom þangað ungur stúdent þar til hann flutti heim, virtur fræðimaður í blóma lífsins árið 1946. Hann tók á þessum árum virkan þátt í líflegu félagslífi landa sinna, ekki hvað síst á stríðsárunum. Þá ritstýrði hann tímaritinu Frón sem þeir Jón Helgason gáfu út 1943-45 og ritaði þar fjölmargar greinar um menningarmál. Árið 1943 var Jakob ráðinn bókavörður að háskólasafninu og þangað kom einhverju sinni gamall kennari hans, Carsten Hogh, sem sæti átti í Frelsisráðinu svonefnda, og bað hann fyrir leyndarskjöl dönsku and- spyrnuhreyfingarinnar sem Jakob faldi og varðveitti í ranghölum safnsins til stríðsloka. Það segir sína sögu um það traust sem menn báru jafnan til Jak- obs. Jakob langaði alltaf heim til íslands þó hann hefði góða aðstöðu til fræði- starfa í Kaupmannahöfn og trygga afkomu. Árið 1946 bauðst honum að leysa Kristin E. Andrésson af við stjórnvöl Máls og menningar meðan Krist- inn vann að bókmenntasögu sinni. Hann þáði boðið og með því hófst löng og farsæl samvinna Jakobs og félagsins; hann var framkvæmda- og útgáfu- stjóri í tæp þrjú ár, átti sæti í félagsráðinu frá heimkomu, varaformaður stjórnar frá 1948 og lengstum í fjóra áratugi, meðritstjóri Tímarits Máls og menningar frá 1947-75. f stjórn félagsins sat Jakob til 1995 og ritaði fundar- gerðir. Árið 1997 voru þeir Halldór Laxness og Jakob gerðir að heiðursfélög- um Máls og menningar. Við Jakob áttum samleið í stjórn Máls og menningar í tæp tíu ár og þar kynntist ég enn nýrri hlið á honum: varkárum og farsælum bókaútgefanda sem var þó óhræddur við nauðsynlegar breytingar og nýjungar, hann var maður sem „skynjaði breytingar tímanna betur en marg- ur yngri maður“ einsog Þröstur Ólafsson komst að orði í kveðju sinni til Jak- obs. Árið 1948 var Jakob ráðinn aðalritstjóri Orðabókar háskólans ogþví starfi gegndi hann til ársins 1977 þegar hann fór á eftirlaun. Þar voru þeir nánir samverkamenn og vinir, Jakob og Ásgeir Blöndal Magnússon, Jón Aðal- steinn Jónsson og síðar Gunnlaugur Ingólfsson og Guðrún Kvaran. Höfuð- viðfangsefnið allan þann tíma var söfnun og skráning orða úr bókum og handritum. Eklei var þó einvörðungu safnað úr ritmáli því Jakob átti mikinn þátt í þeirri merkilegu nýjung um miðjan sjötta áratuginn að hefja samstarf við fólkið í landinu um söfnun orða úr talmáli með útvarpsþáttunum íslenskt mál. Jakob vann líka merkilegt starf við orðtöku úr elstu Biblíum okkar og nákvæman samanburð á orðfæri þeirra. Þá var það fádæma elju- verk hans að skrá á seðla torlæsilegt orðabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík í níu stórum bindum og gera með þeim hætti aðgengilega ein- staka heimild um íslenskt mál við upphaf átjándu aldar. Orðabókarseðlarnir úr þessu handriti munu vera um 50.000. Jakob var formaður íslenskrar mál- TMM 1999:1 www.mm.is 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.