Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 25
JUAN GOYTISOLO OG HEIÐUR SKÁLDSÖGUNNAR fundar og sofnar við hliðina á líkama hins elskaða. Og auðvitað dramatísk saga í dimmri nóttinni, á flótta með prettum úr kyrrðinni innanhúss, dulbú- in, í skjóli myrkursins: drama þagnarinnar, skuggans og hinnar brennandi þrár... „Undirsagan," í skilningi Unamuno, kemur smám saman í ljós, en ein- ungis vegna þeirrar staðreyndar um þá tegund skrifa sem brjóta á raunsæis- kerfinu, að eftir að hafa lofað „gagnsæi“ bera þau fram „leyndardóm" vegna þess að þau gefa sífellt til kynna að það sem einungis er læsilegt í textanum sé sjáanlegt í raunveruleikanum. „Niðurrif jafngildiskerfisins, óslitin útvíkkun hugtakalegrar merkingar“ er það sem höfundurinn fæst við í þessu verki og með því auðgar hann óendanlega texta Juans de la Cruz, súfí-skáldanna ar- abísku og texta Goytisolos sjálfs. Á sama hátt og sá Elskaði og sú Elskaða sam- einast, sameinast Textinn Textanum. Og á sama hátt og hin Elskaða hverfist í hinn Elskaða, hverfist Textinn í annan Texta. Hin fagra og hrífandi úrvinnsla Goytisolos á einum af höfuðtextum bók- mennta spænskrar tungu er ekki einungis virðingarvottur: hún er nauðsyn og fyrir því liggja þrjár ástæður: söguleg, kynferðisleg og siðferðileg. Sögulega sameinar hún það sem tíminn og fordómarnir aðskilja: ljóðlist San Juans, hina persnesku fyrirrennara hans og okkar eigið nútímatungu- mál. Kynferðislega gerir hún kraftaverk þar sem hún snýst gegn aðskilnaði lík- amanna með sameiningu þeirra í textanum (Ijóði, skáldsögu). Það er vissu- lega ekkert nýtt: Don Kíkóti og Dúlsínea, Rómeó og Júlía, eða Cathy og Heathcliff ná einungis að yfirstíga aðskilnað sinn í bókmenntatextanum, sig- urvegaranum yfir dauðanum, eina hugsanlega sigri erótíkurinnar. Og frá siðferðilegu sjónarmiði er Hinn einmana fugl texti sem fer yfir for- boðin mörk, texti sem brýtur og guðlastar. En guðlast hans er af þeim toga sem fmna má hjá Pelagio þegar hann ritar gegn Ágústínusi: náðin krefst ekki annars milliliðar en orðsins og líkamans sem ber það fram; hún er öllum að- gengileg og veltur ekki á undirgefni okkar við trúarlegt eða pólitískt stigveldi. Ég þóttist finna í textanum fýrirboða ekki ósvipaðan þeim sem maður sér gjarnan hjá Henry James. „Atburðurinn sem hann nefnir hefur enn ekki átt sér stað,“ skrifar Goytisolo. Skyldi þessi atburður vera óvænt uppþot? Og skyldi þetta uppþot vera uppreisn sem beint er samtímis gegn hinu helga og hinu erótíska, sem sverst í bræðralag í skáldskapnum? Og er kostur á betri fé- lagsskap en Juan de la Cruz, súfí-skáldunum og hinum spænska rithöfundi? Höfundarverk Juans Goytisolo er framúrskarandi innlegg kastiljanskrar tungu í hina stöðugu frásagnarbyltingu samtímans. Undir áreiti tíma- ruglings, föðurlandsástar, rústa raunsæisins, staðreyndafjarsýni, hirðuleysis léttleikans og skemmtunarinnar, hryðjuverkastarfsemi kynþáttahaturs og TMM 1999:1 www.mm.is 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.