Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 26
CARLOS FUENTES sálræns óöryggis, færir landafræði nútímaskáldsögunnar sér öll þessi landa- mörk í nyt til að komast yfir þau og víkka út sjóndeildarhring mannlegra möguleika innan sögunnar, þvert ofan í allar úrtöluraddir. Sú er hin lifandi hefð skáldsögunnar. En hvaðan kemur hefðin og í átt að hvers kyns mögu- leikum stefnir hún hjá Juan Goytisolo? 2. Landslag að lokinni orrustu Spænsk menning frá Cervantes til Bunuel varð til í gagnslagi. Á meðan ensk og frönsk hefð urðu í stórum dráttum til í takt við nútímann, varð sú spænska til í andspyrnu við allt sem hafnaði henni. Fyrst í stað var það and- staðan við hinar kúgandi tilskipanir kaþólsku konungshjónanna, Fernando og Isabel, um að gera brottræka alla gyðinga og lýsa yfir að „hreint blóð“ og kaþólsk trú ættu upp frá því að vera grunnur sameiginlegrar þjóðareiningar. Síðar kom hin óbilgjarna beiting sáttmála kirkjuþingsins í Trent: Spánn varð sterkasta vígi Gagnsiðbótarinnar. Að skrifa í gagnslagi komst upp í kvíðablandinn en ærslafúllan vana hjá Fernando Rojas, höfundi Celestinu (1499), og Mateo Alemán, höfundi Guzmán deAlfarache (1599). Tragíkómedía Rojasar markar upphaf hinnar afhelgandi og innibyrgðu flökku- og borgarskáldsögu nútímans. Höfundur hennar endar á flótta sem lögmaður uppi í sveit. f Guzmán liggur rót skálka- ferða nútímans í Evrópu. Mateo Alemán hrekst í útlegð til Mexíkó og vonar að frægð sín deyi. En hefð uppreisnargirninnar deyr ekki og nær hún eró- tísku hámarki sínu í skáldsögum Francisco Delicado (Lozanafrá Andalúsíu, 1528) og Maríu de Zayas (Hinn spœnski Dekameron, 1637). Juan Goytisolo umbreytir bókmenntahefðunum með því að lesa þær inn í nútímann. Fyrir tilstilli Goytisolos verður hefð spænskrar fortíðar að okkar eigin samtíð. Juan de la Cruz, Ibn Arabi, Zayas og Delicado, Rojas og Alemán, Quevedo og Estabanillo González: sú hefð sem er víðtækust þeirra allra, sú sem inniheldur alla þessa höfunda og gerir okkur kleift að lesa þá á róttækari hátt en áður er, í augum Goytisolos og margra annarra, hefð Cervantesar. Einn helsti sérfræðingur í verkum Goytisolos, Francisco Márquez de Vill- anueva, segir okkur að athöfnin að „cervantísera11 haldist í hendur við það að „gyðinggera“ og að „íslamísera". í Don Kíkóta er saman komin öll sú hefð sem liggur frá Bókinni um góðar ástirúl Celestinu og sér Kíkóti fyrir áfram- haldi hennar í Zayas og Delicado með því að festa í sessi gildi hins gáskafulla, sem út af fyrir sig er ekkert annað en „þverúðarfullt viðhorf gegn ósveigjan- legri kúgun hins kreddubundna samfélags rannsóknarréttarins.11 Cervantes safnar saman öllu því sem er forboðið „samkvæmt reglum þeirrar fagur- fræði sem nýtur opinbers stuðnings kirkju og ríkisvalds“, heldur því til haga 16 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.