Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 33
Francisco Herrera, Wolfram Eilenberger og Haukur Ástvaldsson
Af „cervantísku“ bergi
brotinn
Viðtal við Juan Goytisolo, París, 4. október 1998
Carlos Fuentes og Luce López Baralt nefnaþig í hópi mikilvœgustu rithöfunda
Spánar. Engu að síður álíturþú sjálfanþig vera ánföðurlands. Gætirðu útskýrt
hvernigþetta tvennt fléttast saman?
Juan Goytisolo: Ég held að hvorutveggja sé hárrétt. Að vissu leyti er ég hluti af
spænskri menningu. En vegna þess að ég bý í útlöndum hef ég skipt út hug-
takinu „land“ fyrir „menningu“. Ef ég væri spurður að því núna hvort ég teldi
mig tilheyra spænsku samfélagi, þá svaraði ég neitandi. Gildismat mitt sam-
ræmist ekki gildismati þessa samfélags og það er mér framandi. Það sama á
við um flesta þá rithöfunda sem ég dáist að og störfuðu í andstöðu við samfé-
lagið, eða eins og Luis Cernuda1 orðaði það svo réttilega, „voru Spánverjar
gegn vilja sínum“. Báðar staðhæfmgarnar eru því réttar.
Eru einhver tengsl milli hinnar stöðugu og sjálfsákvörðuðu útlegðar þinnar og
þeirrar reikandi þungamiðju semfinna má í bókmenntasköpun þinni?
Það er hugsanlegt. Það eru til rithöfundar sem hafa lent í því að útlegðin hef-
ur lamað sköpunarkraft þeirra. Það eru rithöfundar sem við getum kallað
kostúmbrista, þ.e. þeir sem í verkum sínum leitast við að endurspegla það
samfélag sem þeir lifa í, og þegar þeir einangrast frá þessu samfélagi dregur
skiljanlega úr sköpunarkrafti þeirra. Svo eru þeir líka til sem hið gagnstæða
gildir um: að glata föðurlandinu frjóvgar þá. Ég hef ævinlega haldið fram
mikilvægi þess að eiga kost á að skoða sína eigin menningu í ljósi annarra
menningarheima vegna þess að forgangsröðunin í gildismati manns ger-
breytist við það. Þeir sem búa á Spáni og þekkja eingöngu spænska hefð -
jafnvel þótt þeir þekki hana afar vel - fá gildisdóma, hugmyndir og skoðanir
nánast eins og í arf og hvarflar því ekki að þeim að efast um neitt af þessu. En
ef maður býr erlendis getur maður borið hlutina saman og kemur þá oft í ljós
TMM 1999:1
w w w. m m. ís
23