Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 55
ÖKKLAR MEDÚSU að prófa tantrisma og hugleiðslu. Veist þú eitthvað um þessa hluti, um hið innra líf?“ Fingur hans hömuðust í hárinu á henni, hann bældi hársveip og klippti hann til. „Eiginlega ekki. Ég er trúleysingi.“ „Ég vildi að ég hefði vit á list. Þú hefur vit á list. Þú kannaðist við rós- rauðu nektarmyndina, var það ekki? Hvernig stóð á því?“ Hún sagði honum að lesa Lawrence Gowing, og hann setti klemmu á hárlokkinn sem hann var að snyrta og skrifaði þetta allt saman í litla dúfugráa bók í leðurbandi. Hún sagði honum hvar haldin væru góð námskeið og hvaða söfn væru með góða leiðbeinendur. Næst þegar hún kom var það ekki list heldur fornleifafræði. Ekkert benti til þess að hann hefði farið á söfnin eða lesið bækurnar. „Fortíðin kallar á mann,“ sagði hann. „Niðurgrafin bein, gullmynt í hrúgu og allt það. Ég fór niður í bæ og sá uppgröff míþrasarhofanna. Það eru trúarbrögð sem bragð er að, allt nautablóðið, dökkt og ljóst, undursamlegt.“ Hún óskaði þess að hann lagaði á henni hárið og þegði. Hún taldi sig kannast við sveimhugann og það hræddi hana. Það sem hún þekkti, það sem henni var annt um, það sem hún sá í samhengi var í hans aug- um ekki annað en aðskilin brot til að sveima yfir, og yrði alla tíð aðskil- ið. Bækur voru skrifaðar, fyrirlestrar fluttir og þessir litlu bútar staðreynda skinu skamma hríð og hurfu síðan. „Ég vil ekki eyða bestu árum ævinnar í að snurfusa gamlar elskur úr úthverfunum,“ sagði hann. „Ég vil eitthvað meira en það.“ „Hvað?“ spurði hún, og mætti gruflandi augnaráði hans fyrir ofan blautu mottuna sem var hárlubbinn á henni. Hann nuddaði í hana froðu og sagði „fegurðina, ég þrái fegurðina. Ég verð að fá að nj óta feg- urðarinnar. Ég þrái að sigla á skútu meðal grísku eyjanna, með fallegu fólki.“ Hann horfði í augu hennar. „Og skoða musterin og höggmynd- irnar.“ Hann þrýsti sér nær, hann ýtti aftan á hálsinn á henni, nefið á henni var við falda rennilásinn hans. „Þú hefur þvegið þér um hárið án þess að nota næringu,“ sagði hann. „Þú hugsar ekki nógu vel um þig. Það er auðséð.“ Hún beygði höfuðið í hlýðni og hann nuddaði á henni hnakkann. „Þú ættir að fá þér strípur,“ sagði hann áhugalaus. „Bronslitaðar eða í haustlitunum.11 TMM 1999:1 www.mm.is 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.