Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 59
ÖKKLAR MEDÚSU ljósmyndir af stúlkum með grá andlit, kolsvört augu og hvöss augnhár undir bálköstum af rauðglóandi purpurabrúnu hári í sama lit og varir þeirra, sem mynduðu stút eins og til að sjúga, kannski hljóðnema, eða eitthvað annað. Nýju bollarnir voru svartir og sexhyrndir. í staðinn fyrir bleika kexið komu sykurhúðaðar sporöskjulaga piparmyntur, svartar og hvítar eins og spilapeningar. Eftir fyrstu geðshræringuna sem þetta olli ákvað hún með sjálfri sér að fara annað. En hún óttaðist að einhver annar kynni, af klaufaskap, að láta hana líta út eins og kjána. Hann kunni á hárið á henni, hann Lúsían, sagði hún við sjálfa sig. Hárið á henni þuríti þess með að einhver kynni á það, það var orð- ið frekar lélegt, það var að verða svo líflaust. „Var gaman í fríinu?“ „Ó, það var fullkomið. Ó já, alveg draumur. Ég vildi óska að ég hefði ekki komið heim aftur. Konan mín er búin að tala við lögfræðing. Ger- ir kröfu til fjölskylduhreiðursins vegna allrar vinnunnar sem hún hef- ur lagt í það, og vegna dóttur minnar. Hvað gerist þegar hún verður fullorðin, segi ég, hún fer að vinna ekki satt? Það er ekki hægt að búast við að hún hangi alltaf yfir mömmu sinni, krakkar gera það ekki.“ „Núna verð ég að líta sérstaklega vel út. Ég fékk verðlaun. Fyrir þýðingar. Ég á að flytja ávarp. í sjónvarpinu.“ „Við verðum að gera þig fallega, ekki satt? Halda uppi heiðri stof- unnar. Hvernig finnst þér breytingin hafa tekist?“ „Þetta er mjög skemmtilegt.“ „Satt er það. Satt er það. Ég er samt ekki alveg ánægður með ljós- myndirnar. Ég hélt við gæturn fengið eitthvað betra. En það verða að vera ljósmyndir, þær passa við gráa litinn.“ „Hann sýslaði fýrir ofan höfuðið á henni. Hann lyfti blautu hárinu með fingrunum og lét loftið leika um það, líkt og það væri helmingi þykkara en það var. Hann togaði hárvafning í eina átt og klemmdi að höfði hennar og sneri annan í aðra átt og hallaði höfðinu sitt á hvað, virti fyrir sér lítt uppörvandi spegilmynd hennar. Þegar höfuð hennar fylgdi ósjálfrátt höfuðhreyfingum hans sagði hann frekar kvikindis- lega, „Geturðu ekki verið kyrr, ég get ekki unnið ef þú sveigir þig svona til og frá eins og svanur.“ „Fyrirgefðu.“ „Allt í lagi, vertu bara kyrr.“ Hún sat hreyfingarlaus eins og mús, hann ýtti höfði hennar niður TMM 1999:1 www.mm.is 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.