Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 63
ÖKKLAR MEDÚSU „Þetta er ekki fínt,“ sagði Súsanna. „Þetta er hörmulegt.“ Það varð þögn á stofunni. Deirdre leit með hræðslusvip á Lúsían. „Þetta tókst betur hjá henni en mér, góða mín,“ sagði hann. „Hún hefur lyft því talsvert. Þetta er það sem þær vilja allar nú til dags. Mér finnst þú reglulega fín.“ „Þetta er hryllilegt,“ sagði Súsanna. „Égereins ogmiðaldra kona með hárlagninguÉ Hún sá að þau horfðu öll hvert á annað og hugsuðu að það væri einmitt það sem hún væri. „Alls ekki eðlilegt,“ sagði hún. „Ég skal biðja Deirdre að létta aðeins á því.“ Súsanna tók upp flösku, fulla af geli. Hún sló henni svo fast niður að sprunga kom í gráu glerhilluna. „Ég vil ekki láta létta á því, ég vil,“ byrjaði hún, og starði sem dáleidd á sprunguna sem var útötuð í geli. „Ég vil fá mitt hár aftur,“ hrópaði Súsanna, og sló fastar svo að bæði hillan og flaskan splundruðust.“ „Svona góða mín, mér þykir fyrir þessu,“ sagði Lúsían í blíðum af- sökunarróm. Hún sá nokkur eintök af honum nálgast hana; hann stóð úti í horni og speglaðist í veggjunum, hópur grannvaxinna, buxna- klæddra skylmingamanna er sveifluðu skínandi skærum líkt og vopni. „Ekki koma nær,“ sagði hún. „Farðu burt. Farðu frá.“ „Vertu róleg,“ sagði Lúsían. „Súsanna þreif litla sívala krukku og kastaði í eina spegilmynd hans. Hún sprakk með tilheyrandi glamri og einn heill spegill varð að köng- urlóarvef af sprungum og úr honum hrundi, klingjandi, lítil hrúga af kristalsmolum. Fyrir framan Súsönnu var heil röð slíkra sprengikúla eða handsprengja. Hún kastaði þeim allt í kringum sig. Sumar sprung- urnar gáfu frá sér einskonar þvingað sönghljóð, aðrar molnuðu sund- ur. Hún þyrlaði öskju með hárspennum yfir höfði sér og þær tvístruðust líkt og þegar naglasprengja springur. Hún reif blásara úr sambandi og úðaði purpurabrúna dótið með sætilmandi froðu. Hún braut skálar með burstum og hratt unga Kínverjanum, sem var sá eini sem ekki virtist vera lamaður af skelfingu, með hjólaborði sem fór á fleygiferð, sveiflaðist hættulega, dreifði út frá sér bómullarhnoðrum og skildi eftir slóð af glamrandi málmspennum og hólkum. Hún þaggaði niður í tónlistarvælinu með því að skjóta gervialabaster- TMM 1999:1 www. m m. ís 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.