Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 65
ÖKKLAR MEDÚSU
glerbúr - og fara út í lífið. Svo þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur, góða
min.
Hún sat heima hjá sér og skalf, vangar hennar voru rjóðir, augun skær-
vot af tárum. Þegar hún jafnaði sig færi hún í sturtu og skolaði þessa
dómadags lokka úr hárinu, breytti þeim í rennblauta rottuhala. Mað-
urinn hennar kom inn, hún hafði ekki átt von á honum - var fyrir
löngu hætt að vænta hans eða vænta hans ekki, ferðir hans voru óút-
reiknanlegar og óútskýrðar. Hann kom inn hikandi í hreyfingum,
stórvaxinn, var um sig, greinilega vinnulúinn náungi. Hún horfði á
hann orðlaus. Hann sá hana. (Yfirleitt gerði hann það ekki.)
„Þú hefur breyst. Þú hefur farið í hárgreiðslu. Mér finnst þetta fínt.
Þú ert falleg. Þetta yngir þig um tuttugu ár. Þú ættir að gera þetta oít-
ar.“
Og hann kom til hennar og kyssti hana á snoðaðan hálsinn, alveg
eins og venjulega.
Brynhildur Þorgeirsdóttir þýddi
A.S. Byatt (f. 1936) er breskur rithöfundur. Hún hlaut Booker-verð-
launin og alþjóðleg bókmenntaverðlaun Irish Times/Aer Lingus árið
1990 fyrir skáldsöguna Possession og Silfurpennann íyrir skáldsögu
sína Still Life (1985), en önnur skáldverk eftir hana eru: Shadow of a
Sun (1964), í endurútgáfu The Shadow of the Sun, The Game (1967),
The Virgin in the Garden (1978), Sugar and Other Stories (1987),
Angels and Insects (1992), The Matisse Stories (1993), TheDjinn in the
Nightingale’s Eye (1994), The Babel Tower (1996) og Elementals (1998).
Sagan Ökklar Medúsu er úr smásagnasafninu Matisse sögurnar.
A.S. Byatt er einkum þekkt fyrir skáldsögur sínar en er einnig virtur
gagnrýnandi og mikilvirk í bókmenntalífi Breta. Hún hefúr samið rit
um Iris Murdoch, Wordsworth og Coleridge, ritstýrt útgáfu á verkum
George Eliot og ritað gagnrýni fyrir blöð og tímarit. Hún sat í
dómnefnd um val á hundrað bestu skáldsögum aldarinnar sem út-
gáfúfyrirtækið Random House stóð nýlega fyrir. A.S. Byatt ritstýrði
The Oxford Book of Short Stories sem kom út á síðasta ári.
B.Þ.
TMM 1999:1
www.mm.is
55