Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 69
PARMENÍDES KEMUR TIL AÞENU Anaxagórasi sem var kunnur meðal aþenskra borgara vegna dálætis sem herstjórinn hafði á honum. Torgið iðaði af mannlífi í síðdegissól- inni og langir skuggar liðu inn á milli súlnanna. Kaupahéðnarnir höfðu haldið sig með handvagnana í forsælu súlnagangnanna um annatímann, en nú var sólin ekki jafn svíðandi og síðustu forvöð að selja fyrir dagsetur, svo þeir voru komnir út á torgið og buðu hver í kapp við annan fíkjur, vín, viðsmjör og kálmeti á niðursettu verði. Hægur andvari blés sem forboði kvöldkulsins og lúnar dægurflugur suðuðu yfir söluvögnunum úti við altari hinna tólf guða, skeytingar- lausar eða óafvitandi um dauðann sem brátt biði þeirra. Virkisborg Aþenu, eins og hún sást í austri, var böðuð gullroðnum geislum úthallandi sólar. Þar voru menn enn að störfum, enda hafði herstjórinn fyrirskipað að byggingarframkvæmdum skyldi hraðað. Múldýr og uxar drógu kerrur hlaðnar þungum marmarablökkum frá Naxos og Paros brattan veginn upp hlíðina. Hrópandi kúskar börðu dráttardýrin með keyri ef þau linuðust við, en aðrir ýttu stritandi á eft- ir hlassinu til að létta undir. Neðst í stígnum sveigði lest dráttardýra með tóma vagna út á Panaþenska veginn. Ofan af hæðinni mátti heyra fjarlæg högg steinsmiðanna. Þar bar við hryggbrúnina raðir veggja og súlna sem voru að rísa, hálfhuldar þéttum timburgrindum verkpalla. „En það er hönd Pólýgnótosar sem færir okkur fegurðina, mæti Parmenídes.“ Anaxagóras tók ekki eftir mönnunum tveimur, sem köstuðu á hann kveðju, og annar þeirra, hár og renglulegur, með skalla um aldur fram, setti upp þóttasvip. „Án handbragðs hans fengi sálin ekki að nærast af fegurðinni.“ Parmenídes glotti tannfáum gómi ómarkvisst í átt til leiðsögu- manns síns. „Þú segir það, ágæti Anaxagóras,“ svaraði hann kersknis- lega á hinni linmæltu grísku, sem töluð var vestan Jónahafs. „En setjum svo að allt mannkynið hyrfi af yfirborði jarðarinnar og enginn væri til að skynja fegurð myndarinnar. Væri hún þá áfram ómetanlegt listaverk?“ Anaxagóras neri skeggið hugsi. Heimspeki var hans ær og kýr, en hún átti að vera vitsmunaleg og rökræn. Slíkar hugleiðingar voru nýjar af nálinni. Til hvers að fá slíkan speking í heimsókn til borgar- innar, ef hann hafði í flimtingum og talaði í barnalegum gátum? Anaxagóras ákvað að hafa vaðið fýrir neðan sig. „Ég veit ekki, meistari. Hvert er svarið?“ TMM 1999:1 w w w. m m. ís 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.