Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 71
PARMENÍDES KEMUR TIL AÞENU „Ef áll væri spurður að því úr hverju heimurinn væri gerður, þá væri hann vafalítið sammála Þalesi um að hann væri úr vatni og ...“ „Áll er bara áll.“ Anaxagóras setti upp vanþóknunarsvip yfir þessari litlu dæmisögu. „Við mennirnir vitum meira um heiminn en dýrin.“ „Er það? Hundurinn nemur hljóð sem þú heyrir ekki, hindin flýr augnabliki áður en landskjálfti verður. Skynja þau ekki eitthvað, sem þú skynjar ekki?“ „Vissulega, en ég fæ ekki séð hvað það sannar.“ „Ég fæ ekki heldur séð neitt,“ kímdi blindinginn, „en hugsun mín segir mér að þú fáir ekki réttari mynd af heiminum umhverfis þig en hindin og hundurinn.“ „Þú ert með öðrum orðum að ýja að því að skynfæri mín skynji heiminn ekki réttilega?“ „Það er lóðið, minn ágæti Anaxagóras,“ tautaði gamli maðurinn vinalega. „Enginn veit hvernig heimurinn lítur út í raun. En hann virðist innihalda margt það sem við skynjum ekki. Hljóðið sem hund- urinn nemur og fyrirboðinn sem hindin finnur færa okkur heim sanninn um það. Skynfæri okkar eru ófullkomin og segja okkur næsta lítið um heiminn.“ „Hvað er þá heimurinn?“ „Ef til er heimur, heill og óskiptur, án sundurgreiningar og fjölda, þá er hann það sem býr innra með okkur. Ekki það sem við grípum með skynfærum okkar, því að þau eru hvikul og brigðul, heldur í sálinni. Heimurinn er sálin og ekkert annað, því að við vitum ekki um neitt annað sem er heilt og óskipt. Allt annað eru tálsýnir.“ „Megi guðirnir gefa þér sem lengsta ævidaga, virðulegi Parmenídes, en samkvæmt orðum þínum hætti ég að verða til þegar þú ert allur.“ „Það er rétt, Anaxagóras, hvað vitund mína varðar, þá einu sem ég hef og get þekkt.“ Anaxagóras neri grásprengt skeggið í stuttri umhugsun og mældi út sitjandi öldunginn. „Það er elli þín, sem slær þig blindan og fær þig til að mæla á þennan hátt, mæti Parmenídes,“ sagði hann loks með um- burðarlyndi yngri manns gagnvart ellinni. „Ef þú sæir með eigin aug- um verk Pólýgnótosar hér segðir þú annað. Nei, þú mundir ekki mæla, því þú yrðir bergnuminn af fegurð þess. Öll fegurð Hómerskviða birt- ist á þessum vegg. Pólýgnótos er Hómer málaralistarinnar. Herstjór- inn vill fá hann til borgarinnar að nýju til að mála veggmálverk hjá TMM 1999:1 www.mm.is 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.