Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Qupperneq 73
PARMENÍDES KEMUR TIL AÞENU
Pýþíuleikunum. Með honum er Feidías myndasmiður, handgenginn
honum.“
„Hinn eini og sanni Feidías?“
„Sá eini sanni,“ svaraði Anaxagóras í hálfum hljóðum af lítilli virð-
ingu. „Það er svo einkennilegt að í hvert sinn sem þarf að ráðast í
merkar myndskreytingar á vegum borgarinnar hreppir hann verkið.
Þó vita allir að hann stingur drjúgum hluta þess gulls sem hann fær til
starfans í eigin skrínu.“
Litla hersingin var nú komin fast að þeim; lífverðir Períklesar hrintu
til hliðar einni eða tveimur stafkerlingum sem ekki véku undan. Marg-
ir kaupmannanna hröðuðu sér pukurslega á brott.
„Heill þér, herstjóri.“ Anaxagóras greip um magann og bugtaði sig.
„Svona, Anaxagóras,“ svaraði Períkles góðlátlega, „það er óþarfi að
hneigja sig eins og leikari á Díonýsosarhátíð. Vér höfum heyrt því
fleygt að vér höfum fengið virðulegan gest til borgarinnar.“
Anaxagóras beindi honum inn í súlnagöngin. Sporgöngumaðurinn
fýlgdi á eftir, en lífvörðurinn stóð á torginu. Blindinginn sat enn óör-
uggur á marmaraskörinni.
„Herra yfirhershöfðingi,“ sagði Anaxagóras af uppgerðum hátíð-
leik, „þetta er hinn æruverðugi Parmenídes.“ Hann studdi undir oln-
boga öldungsins, sem staulaðist tinandi á fætur.
„Virðulegi Parmenídes frá Híele,“ mælti Períkles að heldrimanna-
sið. „Hróður yðar hefur borist víða. Jafnvel hérna, austan Jónahafs,
þekkja menn til löggjafar þeirrar, sem þér færðuð samborgurum yðar.
Þér heiðrið borg vora með nærveru yðar.“
„Heill þér, virðulegi Períkles, sonur Xanþipposar,“ endurgalt
Parmenídes og hneigði sköllótt höfuðið lítillega, þó meira í átt til Feid-
íasar. „Þú heiðrar mig með kveðju þinni.“
„Það er dapurlegt að þú skulir ekki fá notið hinnar miklu litadýrðar
Pólýgnótosar hér í göngunum,“ sagði Períkles. „Megum vér kynna
yður fyrir óbeinum lærisveini hans, Feidíasi, fremsta myndasmiði
borgarinnar.11
„Augu mín líta eingöngu innri fegurð,“ svaraði Parmenídes í stað
þess að svara viðkynningunni.
Dálítið kom á herstjórann við þetta óvænta svar. „Feidías reisir hið
mikla líkneski af Aþenu Promakkos á borgarhæðinni. Ef augu yðar
TMM 1999:1
www.mm.is
63