Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 81
ELDUR HIMINSINS Við störðum spenntar á logann sem steyptist hratt niður eítir himn- inum langt, langt í burtu. Það var eins og hæsti skínandi fossinn í öll- um heiminum væri á leiðinni til okkar. „Ég óska!“ hrópaði ég æst. „Ég óska,“ hvíslaði hún. Svo dó þessi ægibjarti eldur himinsins jafn snögglega og hann hafði fæðst. Allt í einu var hann ekki lengur til. Samt vissi ég um leið að hann hafði breytt veröldinni okkar á þessu örskamma augnabliki. Ekkert yrði aftur alveg eins og það var. „Sérðu hann ekki?“ spurði ég. „Kannski,“ svaraði hún, óráðin að vanda. „Víst sérðu hann. Þú sérð það sem ég sé. Við sjáum allt saman. Það veistu.“ Hann var alveg eins og við höfðum svo lengi ímyndað okkur að hann hlyti að líta út: Hávaxinn, með dökkt hár og klæddur í glansandi svört föt sem féllu þétt að vöðvastæltum líkamanum. „Þetta er hann,“ sagði ég. „Prinsinn okkar.“ „Ég veit það alveg,“ sagði hún. Hann hafði verið svo óskaplega lengi á leiðinni. En það skipti ekki máli lengur. Núna stóð hann þarna efst uppi á höfðanum og virti okk- ur fyrir sér með hvössu, svörtu augunum sínum sem sáu allt. Orlandó! Prinsinn okkar. Skyndilega fann ég fyrir sárum, gamalkunnum krampa óttans í maganum. Kannski litist honum ekkert á okkur? Hann var auðvitað vanur glæsilegum og saklausum prinsessum. Við vorum bara tólf ára og hvorki glæsilegar né saklausar. Svo var hún líka alveg óþolandi vælu- skjóða. Hrædd við allt og alla. Stundum jafnvel við að draga andann. Mér létti þegar hann brosti til okkar svo það glampaði af skjanna- hvítu, sterklegu tönnunum í tunglsljósinu. „Til þjónustu reiðubúinn!“ sagði hann og hneigði sig djúpt. Alveg eins og við höfðum svo oft ímyndað okkur að hann myndi gera. Prins- inn okkar! Litla rútan var á leiðinni eftir mjóu malargötunni sem lá meðfram bústaðnum út á malbikaðan þjóðveginn. Falskur söngur drukkinna gestanna féll um stund saman við vélarhljóðið, en hvarf síðan í fjarsk- ann og skildi okkur eftir í þögn næturhúmsins. TMM 1999:1 www.mm.is 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.