Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 82
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Hún vildi fara inn.
„Við skulum bíða svolítið lengur,“ sagði ég.
„En ég er orðin svo þreytt.“
„Orlandó er alveg óþreyttur.“
„Ég þarf aldrei að sofa,“ sagði hann.
„Kannski mamma sé enn vakandi,“ sagði hún.
„Hún lá í sófanum þegar við fórum út,“ svaraði ég. „Þú sást það eins
vel og ég.“
„Kannski hefur hún vaknað.“
„Nei.“
„Við skulum spyrja Orlandó.“
Þetta var henni líkt. Að þora aldrei að horfast beint í augu við stað-
reyndirnar. Raunveruleikann. Alltaf að vona að svart væri hvítt.
„Hef ég ekki alltaf haft rétt fyrir mér?“ spurði ég.
„Hann veit það örugglega,“ hélt hún áfram.
Ég horfði á prinsinn minn. Auðvitað vissi hann það.
„Hún er full,“ sagði hann. „Blindsofandifull.“
„Trúirðu mér nú?“ spurði ég.
„Hann er líka minn prins,“ sagði hún vælulega.
„Hann veit allt sem hann vill vita. Og segir alltaf satt.“
Orlandó sneri sér frá okkur og baðaði sig í tunglsljósinu. Hann
hafði að sjálfsögðu séð mánann suður í Arabíu og austur í Kína og á
öllum þeim öðrum stöðum í heiminum þar sem hann hafði lent í
hættulegum ævintýrum við að frelsa saklausar og fallegar prinsessur
sem höfðu lent í klónum á vondum mönnum.
„Kemur hann inn með okkur?“ spurði hún. „Á eftir?“
„Það getur vel verið.“
Ég hafði oft sagt henni æsilegar sögur af þeim miklu afrekum sem
Orlandó hafði unnið. Allt frá því hann kom fyrst í huga okkar fyrir
nærri tveimur árum í furðulandinu sem liggur einhvers staðar á milli
svefns og vöku. Núna var hann loksins kominn til að hjálpa okkur.
„Mér er kalt.“
Aldrei gat hún hætt að kveinka sér.
„Allt í lagi,“ sagði ég. „Við skulum fara inn.“
Pabbi sat við borðið í garðinum. Hann var enn að drekkja og reykja.
Og bíða.
„Jæja, elskan mín, þarna ertu þá,“ sagði hann broslaus. Ég sá ekki
72
www.mm.is
TMM 1999:1