Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 83
ELDUR HIMINSINS
bláma augnanna í daufu tunglskininu, en birtan sem barst út um
gluggann á stofunni glampaði af ljósu, snöggklipptu hárinu.
Við ætluðum strax framhjá honum og inn í bústaðinn, en þá greip
hann þéttingsfast um handlegg okkar.
„Ég var farinn að hafa áhyggjur,“ sagði hann.
„Það var óþarfi,“ svaraði ég.
„Það er aldrei óþarfi að hafa áhyggjur af þeim sem manni þykir vænt
((
um.
„Mér er orðið svo kalt,“ sagði hún.
„Ég er líka að fara inn,“ sagði hann.
Pabbi dró djúpt að sér reykinn, en henti síðan sígarettunni í glasið á
hvíta plastborðinu og stóð á fætur án þess að sleppa takinu. Það snark-
aði í glóðinni um leið og hún drukknaði í dreggjum áfengisins.
Mamma lá enn sofandi í sófanum. Skolleitt hárið var úfið, kinnarn-
ar fölleitar og munnurinn opinn.
„Náðu í teppi,“ sagði hann og fór að loka og læsa dyrunum sem lágu
út í garðinn. Við breiddum stóra hvíta teppið yfir mömmu á meðan
hann dró tjöldin fyrir gluggana í stofunni. Svo flýttum við okkur upp á
svefnloft ið og inn í litla herbergið þegar hann fór að bursta tennurnar
ogbiðum síðan með krampann í maganum eftir fótatakinu í brakandi
stiganum.
„Þú átt eftir að kyssa pabba góða nótt,“ sagði hann og settist á rúm-
ið.
Bragðið af áfenginu og sígarettunum rann saman við lyktina af
sterkum rakspíranum.
„Hvaða er að sjá þetta?“ spurði hann. „Ertu enn í öllum fötunum?“
„Það var svo kalt,“ hvíslaði hún.
„Það er ekkert kalt hérna inni.“
Hann ýtti sænginni til hliðar:
„Sestu upp!“
Svo losaði hann um tölurnar á blússunni, henti henni upp að veggn-
um og fór að lyfta nærbolnum.
„Ég vil sofa í honum,“ sagði ég og hélt fast í þunna, ermalausa skyrt-
una.
„Leggstu þá,“ sagði hann, ýtti öxlunum að koddanum og kippti nið-
ur rennilásnum á gallabuxunum. Hann lét þær falla á gólfið áður en
hann lagðist upp í rúmið.
TMM 1999:1
www.mm.is
73