Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 85
ELDUR HIMINSINS „Það er ekki hægt,“ hvíslaði hún. „Hann tekur ekkert mark á því sem ég segi.“ „Allt er hægt.“ „Ekki fyrir mig.“ „Þú verður að hjálpa okkur,“ sagði ég. „Auðvitað kann ég ráð,“ sagði Orlandó, stóð á fætur og hneigði sig djúpt. „Til þjónustu reiðubúinn!“ Skömmu seinna flýttum við okkur aftur upp í bústaðinn. Veiði- stöngin lá á pallinum fyrir utan dyrnar. Pabbi ætlaði líka að veiða físk. „Viltu hafa nesti með?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði ég. „Taktu þá teppið þarna.“ Hann klæddi sig í veiðijakkann og setti upp húfuna. „Svo drífum við okkur.“ Hann gekk á undan eftir troðningnum sem lá á milli trjánna niður að litlu bryggjunni. Allt í einu stansaði hann og starði fram fyrir sig. „Hver andskotinn?“ hrópaði hann. Við litum upp af stígnum og sáum þá líka svarta reykinn sem reis upp yfír trén og stefndi til himins. Síðan eltum við pabba sem hljóp alla leið niður að vatninu. Gúmbáturinn í fjörunni var að brenna. Hvæsandi eldurinn hafði læst sig í botninn og grágrænar hliðarnar sem voru ekki lengur þandar út af lofti heldur aðeins svartar, rjúkandi brunarústir. Pabbi blótaði hástöfum, reif farsímann upp úr vasa á veiðijakkan- um og fór að hringja í neyðarlínuna. „Það hefur einhver kveikt í bátnum mínum,“ hrópaði hann reiði- lega. „Þið verðið að ná honum.“ Orlandó sat enn á bryggjunni og dinglaði fótunum um leið og hann horfði brosandi til okkar. „Gerði hann þetta?“ hvíslaði hún. „Hvað heldurðu?“ svaraði ég óþolinmóð. Hún var alltaf svo lengi að fatta hlutina. „Förum við þá ekki út í eyju?“ „Auðvitað ekki.“ Við gengum ánægðar út á litlu trébryggjuna og settumst við hliðina á Orlandó. Pabbi hélt áfram að tala í farsímann og þramma í kringum brunninn bátinn. TMM 1999:1 w ww. m m. ís 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.