Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 87
ELDUR HIMINSINS
ið brennuvarginn. Hann hringdi í tryggingafélagið og fór svo að
drekka.
Þau voru að horfa á kvikmynd í sjónvarpinu þegar við iæddumst út í
rökkrið um kvöldið. Dimm, þéttofin ský lokuðu fyrir alla sýn til
stjarnanna.
„Hvenær fæ ég að hitta Orlandó aftur?“ spurði hún biðjandi röddu.
„Hann ræður því,“ svaraði ég.
„Veistu hvar hann er?“
„Auðvitað.“
„Hvar?“
Ég svaraði engu. Gat ekki farið að viðurkenna fýrir henni að ég vissi
það ekki sjálf. Að ég réði ekki yfir Orlandó frekar en hún. Að hann var
sinn eigin herra eins og eldur himinsins; kom og fór eins og honum
sjálfum sýndist.
Við gengum niður í fjöruna og önduðum að okkur sterkri, æsandi
lyktinni af svörtum brunaleifum gúmbátsins. Síðan settumst við á tré-
bryggjuna og biðum eftir Orlandó.
Hann kom ekki.
Loks gáfumst við upp á hrollkaldri biðinni og héldum hægt af stað
til baka heim að bústaðnum.
Þau voru bæði farin að drekka í sófanum fyrir framan sjónvarpið
þegar við komum inn.
„Varstu úti?“ spurði pabbi og reis á fætur.
„Já,“ hvíslaði hún.
„Var ég ekki búinn að banna þér það?“
„Er hún ekki komin inn aftur, eða hvað?“ spurði mamma. Það var
pirringur í röddinni.
Hann renndi lófanum aftur fyrir háls okkar, greip í sítt, ljóst hárið
og lyfti andlitinu upp að sér.
„Þú átt alltaf að hlýða því sem ég segi,“ sagði hann.
„Hún er nú heldur betur vön því,“ sagði mamma.
Hann horfði stíft framan í okkur og vætti varirnar.
„Farðu upp,“ sagði hann loks og sleppti takinu. „Ég tala betur við
þig á eftir.“
Við flýttum okkur upp í litla svefnherbergið, lögðumst undir sæng-
ina án þess að kveikja ljósið og biðum milli vonar og ótta í rökkrinu.
Kannski héldi hann áfram að drekka með mömmu og gleymdi okk-
TMM 1999:1
www.mm.is
77