Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 88
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
ur alveg í nótt? Kannski dytti hún ekki út af á undan honum í þetta
skipti? Þá yrði allt í lagi.
Kannski.
Innan stundar hafði svefninn seitt okkur til sín og ýtt kvíðanum inn
í skuggaheima hugans.
„Svona, já, svona,“ hvíslaði drukkin röddin um leið og frekir fing-
urnir hröktu okkur smám saman út úr mjúkum óminnisfaðminum.
„Ég vil það ekki,“ hvíslaði hún í svefnrofúnum.
„Uss, uss, sofðu bara áfram,“ sagði hann og hélt áfram að þrýsta sér
upp að okkur.
Ég beitti hana hörku til að bæla niður tilgangslaus væl.
„Svona, já,“ stundi hann. „Yndislegt.“
„Orlandó!“ kallaði ég. „Hvar ertu?“
En það virtist ekki skipta Orlandó neinu máli hversu oft og sárt ég
kallaði; hann lét ekki sjá sig í litla svefnherberginu.
Þegar pabbi hafði legið um stund kyrr í rúminu settist hann upp án
þess að segja orð, fór fram á gang og lokaði dyrunum varlega á eftir sér.
Ég velti mér á grúfu og neitaði að leyfa væluskjóðunni að komast að.
En það var alveg ómögulegt að sofna aftur. Djúp, köld reiði hélt mér
vakandi.
Loks reis ég á fætur, klæddi mig hægt í fötin og gekk að dyrunum.
Þegar ég kom að stiganum stóð Orlandó allt í einu beint fýrir framan
mig. Hann horfði á mig kolsvörtum spyrjandi augum.
„Hjálpaðu mér,“ sagði ég.
„Hvernig?“
„Með eldinum þínum.“
„Eldi himinsins?“ spurði hann. „Ertu viss?“
„Alveg viss.“
Við horfðumst í augu þar til vitund okkar rann saman í einn brenn-
andi vilja. Væluskjóðan fékk ekki lengur að vera með. Undirgefnin
hennar ekki heldur.
Bara við tvö. Og eldurinn.
78
www.mm.is
TMM 1999:1