Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 92
RAKEL SIGURGEIRSDÚTTIR Kristján Karlsson gaf út af ljóðum hennar. í það valdi hann aðeins 11 kvæði úr handritinu sem hún skildi eftir sig. Handritið telur alls 76 ljóð og fannst sumum smekkur hans helst til einhæfur eins og kemur til dæmis fram í rit- dómi Helga Sæmundssonar ffá þessum tíma. Fyrir utan kvæðin sem Krist- ján valdi úr handritinu í úrvalið hafa aðeins tvö birst á prenti. Því má svo við þetta bæta að ljóð skáldkonunnar hafa sum hver birst í ljóðasöfnum einkum á fimmta - og áttunda áratugnum. Þó skáldkonan frá Hömrum sé nú langflestum gleymd þýðir það ekki að ljóðum hennar hafi aldrei verið sýnd nein athygli, öðru nær. Margir gagnrýnenda hennar, sem voru málsmetandi menn á sviði bókmennta, hófu kvæðin upp til skýjanna, eins og þeir Guðmundur Finnbogason og Jakob Jóh. Smári. Báðir töluðu um fullþroska skáld og snilling. Þó aðrir væru hógværari í ummælum sínum voru gagnrýnendur almennt sammála um að í ljóðum hennar gætti sjaldgæfrar fágunar og smekkvísi í máli, myndum og hrynjandi. Staða Guðfinnufrá Hömrum innan bókmenntahefðarinnar Því hefur verið haldið fram að skáld þurfi að takast á við ráðandi bók- menntahefð og síðan meðvitað eða ómeðvitað að hafna henni eða játast. Þegar Guðfmna Jónsdóttir kom fram á sjónarsviðið hafnaði hún ríkjandi bókmenntahefð sem kennd hefur verið við formbyltingu en agaði kveðskap sinn að mestu undir nýrómantíska stefnu. Það þarf engan að undra að hún hafi gert þá stefnu að sinni sem hóf sveitarómantíkina til vegs og lagði áherslu á skyldleika orðlistarinnar við tónlistina þegar tónlistargáfa skáld- konunnar og ást hennar á bernskuheimilinu Hömrum eru höfð í huga. Þegar fyrsta ljóðabók Guðfinnu kom út árið 1941 rofaði svo sannarlega fyrir nýjum og breyttum tímum í íslenskum bókmenntum en ljóð nýrómantískra skálda héldu líka áfram að koma út og nutu hylli fjölmargra lesenda og gera enn. Ljóð skáldkonunnar frá Hömrum eiga ýmislegt sam- merkt með mörgum þeirra svo sem: Átthagatryggðina með Davíð Stefáns- syni, hvort skipti meiru skyldan eða langanirnar með Huldu, dulhyggjuna með Einari Benediktssyni og lífsharminn með skáldunum sem dóu ung. Þessi sérkenni voru flest aðall þeirrar stefnu sem þessum skáldum var sam- eiginleg. Það er því ekki hægt að tala um eftirlíkingar Guðfmnu á þessum at- riðum enda þegar ljóð hennar eru borin saman við kvæði þessara skálda fer ekki á milli mála að þau lýsa af djúpri innlifun persónulegri reynslu hennar sjálfrar. Þegar ljóð Guðfinnu frá Hömrum komu út báru gagnrýnendur þau sam- an við kveðskap Einars Benediktssonar og Huldu. Nokkrir þeirra fundu 82 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.