Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 97
ÞRÁIN ER í TREGANUM BUNDIN
Og sannarlega var sorgin Guðfinnu trygg og því ekki að undra að hún sé svo
víða grunntónninn sem ljóð hennar eru vakin af. Hún orti þó ekkert kvæði í
líkingu við kvæði eins og „Sorg“ Jóhanns Sigurjónssonar eða „Söknuð“ Jó-
hanns Jónssonar þar sem öll hugsunin hverfist um eina máttvana spurningu:
Hvar? Margar þær hugmyndir sem þar koma fram heyrast þó einnig í kvæð-
um hennar. En það er byggingin og sú örvæntingarfulla þjáning sem ræður
ríkjum í kvæðum þessara sona ógæfunnar sem er hvað ólíkust Guðfinnu.
Hún beitti vissulega fyrir sig mystík og ákveðinni dulrænu en hún um-
hverfðist þó ekki í hugstola ákall um svör. Það er helst að tregatónninn í ljóð-
inu „Hvergi heima“ 9 verði svo áleitinn að útkoman verður örvona þjáning
þess sem að leikslokum á ekkert eftir nema áleitnar spurningar.
Eg á hvergi, hvergi heima.
Hvítar silfurlindir streyma
langt í fjarska. ís er yfir
öllum löndum. Hvergi sól.
Hrímgir lokkar hagl í augum,
höft og farg á öllum taugum.
Höndin fraus og fótinn kól
Hvergi yndi, engin jól.
Ólíkt allflestum ljóðum Guðfinnu er engin sól og ekkert vor í þessum mynd-
um heldur svartnætti og vetrarstormur. Hér er heldur ekki hin kliðmjúka
hrynjandi sem einkennir náttúruljóð Guðfinnu heldur harðneskjulegur
óráðstónn sem fylgjendum módernismans var svo lagið að skapa. Þetta er
eitt fárra kvæða sem hún orti undir formerkjum þeirrar stefnu. Hér efast hún
ekld aðeins um þá stefnu sem hún hafði fylgt í listsköpun sinni heldur yrkis-
efnin líka:
Eg á hvergi, hvergi heima.
Hví skyldi mig ennþá dreyma
hvítar blæjur, blóm í glugga
bernskuhlátra, söng og ljóð,
heimaarin, ljósa loga
leggja göng und hvolf og boga
inni í rauðri rökkurglóð?
- Muna bros þín, móðir góð?
Hún efast um vorið og ljósið sem hún hafði tilbeðið og fyllist örvæntingar-
fullri spurn um tilgang lífsins frammi fyrir þeirri staðreynd að sterk lífslöng-
unin sem knúin er áfram af þránni til listsköpunar megnar ekki að sigrast á
TMM 1999:1
www.mm.is
87