Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 99
ÞRÁIN ER í TREGANUM BUNDIN Svarið sem mælandi þessa ljóðs finnur við spurningunni rekin áfram af hvíldarlausri þrá og þrá eftir hvíld „um heiðar og stórgrýttan stig“ tengir á vissan hátt svör hinna tveggja saman. Því í lok kvæðisins kemur í ljós að örlög mannsins eru að leita hinnar heilögu blekkingar sem Jóhann Jónsson orti um. Ljóðmælandi „Áfangastaðar“ skilur það loks að hann leitar aðeins þess sem rekur hann áfram að leita. Sólirnar sem hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg í kvæði Jóhanns Sigurjónssonar geta ekki flúið örlög sín því það eru örlög mannsins að leita þrá sína uppi og þráin er „í treganum bundin“.11 Vonleysið í „Hvergi heima“ er undantekning í kveðskap Guðfmnu sem jafnvel helsjúk í skugga dauðans tignaði sól og líf. Hún velti eðlilega fyrir sér tilgangi lífsins í húmi þeirra örlaga sem það hafði búið henni en spurningar hennar frammi fyrir dauðanum eiga þó fremur skylt við æðruleysi en þá úr- kulnun vona sem ræður ríkjum í „Hvergi heima“. Dauðinn bíður. Nú daprast hver stundin. Lagt hafa örlög ís yfir sundin. Hvað ertu líf, sem hér byltist á bárum, vakir í brosum og titrar í tárum?12 Rósemi hennar endurspeglast í einfaldri spurningu gagnvart staðreynd auðnuleysisins. Þetta æðruleysi andspænis dauðanum kemur líka fram hjá þeim skáldum sem hér eru borin saman við kveðskap hennar. Þau blessa hverja stund, hvert örsmátt augnablik, sem dauði þeirra dregst á langinn. Þetta kristallast í orðum Jóhanns Sigurjónssonar í bréfi sem hann skrifar til konu sinnar síðasta árið sem hann lifði: „ég var sannfærður um að ég væri að deyja, ég gat ekld náð andanum, en það kom aðeins lítið blóð, og að lokum bráði af mér, guði sé lof, miskunnsemi lífsins hlífði mér enn um stund við því að kanna hinn mikla leyndardóm."13 Þetta hetjulega viðhorf gagnvart því óumflýjanlega er sett fram af slíkri einlægni að það jaðrar við sakleysislegt traust. Jóhann vildi alls ekki deyja. Lífslöngun hans var knúin áfram af þránni til að skapa ódauðleg listaverk. Þó hugur hans stæði einkum til leik- ritagerðar urðu ljóðin honum vettvangur fyrir þá sáru reynslu sem var mörkuð af skugga dauðans. Ljóð hans vitna hvarvetna um lífslöngunina sem stendur andspænis dauðanum. Tilfinningarnar vakna ljúfar og sárar, gleðin og sorgin sækja hugann heim um stund, en að baki bíður dauðinn og bindur enda á þetta sætlega tilfmningalíf. TMM 1999:1 www.mm.is 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.