Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 100
RAKEL SIGURGEIRSDÓTTIR
Gleði, sem löngu er liðin,
lifnar í sálu minni,
sorg, sem var gleymd og grafin,
grætur í annað sinni.
Bak við mig bíður dauðinn,
[---l14
Þetta er sjálft lífið samkvæmt skynjun Jóhanns: að sitja einn, verða fyrir
heimsókn tilfmninganna og eiga það eitt framundan að deyja. Allt sem lífið
býður upp á tilheyrir fortíðinni. „[...] Og eftir aðeins/var endurminningin
þess er var.“15 Svipað viðhorf kemur fram í kvæðum Jóhanns Gunnars Sig-
urðssonar sem líkt og skáldbróðir hans komst til óvenjulegs þroska á stuttri
ævi sem óx í skugga feigðar. Gæfan úthýsti honum ungum en í stað örviln-
unar tignar hann sólina og vorið.
Flýt þér sunna
úr suðurvegum,
ljós og yl mér ljáðu,
þrýstu kossi
þínum
mér á blóðugt brjóst.
Láttu mig líta
ljósið fagra.
Signdu vorsins son.
Þá dey ég glaður
Jóhann Gunnar unnir táknum lífsins heitast eins og skáldkonan frá Hömr-
um. Honum er það huggun í dauðastríði ef sólin kyssir á meinið en Guð-
finna fagnar þeirri fullvissu að hún „er förunautur sólar á vesturleið.“17
Fram til hinstu stundar dreymir þau um að komast heim í faðm sveitarinnar
sem geymir vor æskunnar og draumanna.
Jónas Guðlaugsson sker sig nokkuð úr þessum hópi, fyrst og fremst vegna
þess að ljóðmál hans var lengst af úthverff en ekki innhverft. Áköf lífslöngun-
in sem honum brann í æðum var knúin áfram af þrá til stórra afreka. Leitin
að fegurðinni og frelsinu snýst þó upp í harmleik því leitandinn nær aldrei til
hinna fjarlægu stranda til að svala sinni stóru þrá.
Kuldaleg báran byltir,
bleiku líki upp við sand.
Bak við hafið, bak við hafið
bíður fagurt draumaland.18
90
www.mm.is
TMM 1999:1