Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 101
ÞRÁIN ER í TREGANUM BUNDIN Það er engu líkara en Jónas hafi hugboð um að hann fái ekki að njóta sín og að dauðinn sé ekki langt undan. Þessi afstaða er sannarlega mótuð af nýrómantískri stefnu en þó kemur hún hvergi sannar fram en hjá þeim skáldum sem í blóma lífsins skynjuðu að feigðin var raunveruleg hindrun og draumur um fjarlægar strendur aðeins tál. Þeirra „sterka þrá fær ekkert, ekk- ert svar.“19 Ljóð Jónasar lýsa óslökkvandi lífsþorsta og þó lífið ætti ekkert svar við hans sterku þrá og hyrfi ff á honum svo alltof fljótt verður ekki betur séð en hann hafi verið haldinn sama æðruleysi gagnvart örlögum sínum og þau hin. Og síðustu orð hans: „Sjáðu vorsólina.. ,“20 undirstrika þá bjartsýni sem er aðall hetjulegrar afstöðu þeirra frammi fýrir töpum lífsins. Þau lýsa eigin hryggð sannri og ómengaðri af kröfum og tísku. Tilfmningatjáning þeirra er laus við alla væmni því þau segja frá því einu sem þau hafa sjálf fundið og reynt og vilja segja frá því eins sönnu og þau framast geta. Þau bera harm sinn í hljóði og þó ljóðið sé vettvangur fyrir tilfinningarnar verður sorgin fremur grunntónninn sem sannast skín í ljóðum þeirra. Ljóðmálið er þeim ekki einungis vettvangur tilfmningalegrar útrásar heldur huggun og þar verður hið óorta ljóð jafnvel til svölunar: Hið óorta ljóð í öskustó eg ól og ei meta kunni. Nú ber það mig út í anganskóg, þegar allt er hrunið að grunni.21 Skáldin sem dóu ung tjá af næmri skynjun persónulega reynslu sem líf þeirra sem óx í skugga dauðans ól og þroskaði. Það er ekkert óeðlilegt að slíkur veruleiki hafi eflt þrána eftir fegurðinni sem var reyndar víðs fjarri og þau eygðu aðeins handan hafsins á ströndum ódáinslanda. Þrátt fyrir vitneskj- una um bitur örlög vitna kvæði þeirra miklu frekar um hetjulega afstöðu en lífsþreytu. Draumar um fegurðarlandið var þeim fyrst og fremst huggun og fóstruðu von þeirra þó hún virtist stundum byggð á hæpnum forsendum en vegna hennar létu þau ekki bugast. Aftur og aftur knýr vissan urn bráð enda- lok þau til að leiða saman síðustu vonina og síðustu gleðina þó örlögin hafi lagt „ís yfir sundin“. Mörg ljóða þeirra eru því að „sínum hætti andlátskvæði einsog mörg fegurstu kvæði túngunnar, ort í það mund er höfundur kveður líf sitt, helgað þeirri stundu þegar ekki er frammundan nema skuggsjá lið- innar ævi manns spegluð í andartaki hans hinstu.“22 Brostnar vonir Vonir orgelleikarans efnilega brustu en skáldkonan frá Hömrum fann draumum sínum nýjan farveg í ljóðlistinni. Hún veit að hún hefur glatað TMM 1999:1 www.mm.is 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.