Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 111
WILLIAM BUTLER YEATS, SKÁLDIÐ í MIÐJU STORMSINS Collected Letters ofW.B. Yeats (íyrir árin 1896-1900)2 og einnig stóðu fram- takssamir menn íyrir útgáfu hljómdisksins Now and in Time to be: A Musical Celebration of the Works of W.B. Yeats. Þar má heyra nokkra af frægustu hljómlistarmönnum f rlands syngja og leika tónlist við ljóð Yeats en rúsínan í pylsuendanum er flutningur skáldsins sjálfs á hinu fræga The Lake Isle of Innisfree en ljóð þetta vakti á sínum tíma verðskuldaða athygli á ungu og efnilegu skáldi.3 Síðast en ekki síst vekur nokkra athygli að á vormánuðum 1997 komu út þrjár alls óskyldar ævisögur um William Butler Yeats.4 í þessu ritgerðarkorni er einungis ætlunin að glugga í verk Roys Fosters W.B. Yeats: A Life. Volume I: The Apprentice Mage 1865-1914 en Foster, sem gegnir prófessorsstöðu í Oxford, þykir meðal fremstu sagnfræðinga f rlands. Biðu ffæðimenn bókar hans um Yeats með nokkurri eftirvæntingu enda eru nú næstum fimmtán ár síðan Foster hóf rannsókn sína. Dvaldist hann langdvölum á skjalasöfnum í Bretlandi og Bandaríkjunum og hafði aukin- heldur frjálsan aðgang að gögnum í einkaeigu ættingja eða afkomenda skáldsins.5 Vakti bókin verðskuldaða athygli enda lipurlega skrifuð og fag- mannlega unnin. Bíða menn nú seinna bindisins, rétt eins og þess er beðið með óþreyju að Guðjón Friðriksson ljúki rannsókn sinni á ævi Einars Benediktssonar. II. William Butler Yeats fæddist í Dublin árið 1865. Foreldrar hans, John Butler Yeats og Susan Pollexfen, tilheyrðu stétt aðfluttra mótmælenda sem um aldir nutu mikilla forréttinda á f rlandi en ættarauðurinn var þegar hér var komið sögu nánast að engu orðinn og hvarf síðasti landskikinn úr eigu þeirra árið 1888. John Butler Yeats var listamaður en reyndist erfitt að ljúka við málverk sín og barðist fjölskyldan í bökkum. Ákváðu þau hjón að flytjast búferlum til London þegar Yeats var tveggja ára og þar eyddi fjölskyldan næstu íjórtán ár- unum þótt Yeats hinn ungi dveldi reyndar í frændgarði sínum í Sligo-sýslu á vestanverðu írlandi á sumrin. Varð fagurt landslagið þar honum síðar yrkis- efhi rétt eins og bróðir hans Jack, sem lagði málaralistina fyrir sig með tals- vert betri árangri en faðir þeirra, fann þar drjúgan efnivið. Þegar verulega tók að harðna í ári neyddist John Butler Yeats til að flytja aftur til frlands með fjölskyldu sína og komu þau sér upp heimili í Dublin árið 1881. Settist Willie Yeats þar fljótlega á skólabekk en innritaðist ekki í Trinity College, eins og eðlilegt hefði verið fyrir pilt af hans uppruna, heldur stundaði nám við Dublin Metropolitan School of Art árin 1884-1886. Fór um þetta leyti að kvikna áhugi hans á fornum írskum goðsögnum og Yeats hóf einnig að kynna sér andleg málefni, las sér meðal annars til um búddisma TMM 1999:1 w ww. m m. ís 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.