Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 116
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON Yeats fremur utangátta í írskri stjórnmálaumræðu þegar fram liðu stundir enda deildi hann jú bæði kirkjudeild og uppruna með andstæðingnum og hafði þrjóskast við að tileinka sér gelísku, taldi verk írskra höfunda á ensku engu minna virði en þess er ritað var á írsku. Var það reyndar eitt af hans helstu markmiðum með verkum sínum að sýna og sanna að hin merka írska menningarhefð og sérstaða hennar skini í gegn á enskri tungu. Yeats tók sæti í efri deild írska þingsins 1922 og í ræðum sínum þar gerði hann að umtalsefni stöðu mótmælenda á írlandi, sem smám saman hafði verið ýtt til hliðar á meðan kaþólskir þjóðernissinnar gerðu út um sín mál. Yeats, sem áður var tengdur þjóðernisöflunum tilfinningaböndum, gerðist á seinni árum eins konar andófsmaður og reyndist gagnrýninn á þróun þess frjálsa ríkis sem hann hafði átt þátt í að móta. Roy Foster reynir einmitt að sýna fram á í bók sinni að með því að skoða ævi og verk W.B. Yeats megi skoða sögu allra mótmælenda á írlandi. Þeir höfðu ekki einungis tapað for- réttindum sínum og pólitískum áhrifum heldur verið skilgreindir á brott úr hinni írsku þjóð.17 IV. Þegar heimsstyrjöldin fýrri skall á í Evrópu sáust þess alls staðar merki og hin misheppnaða Páskauppreisn í Dublin árið 1916 var ekki síst afleiðing styrj- aldarinnar. En þótt Páskauppreisnin færi út um þúfur markaði hún samt sem áður upphafið að endalokum breskra yfirráða á írlandi því hún kynti enn frekar undir þeim eldi sem kraumaði undir niðri. Yeats rekur í ljóðum sínum eftir 1914 hvernig ,ofbeldiskúltúr‘ hafði tekið að myndast á írlandi. Hin ,hræðilega fegurð' eins og Yeats kallaði það í ljóði sínu Easter 1916 (,fögur‘ vegna samfylkingar þjóðernissinna sem myndaðist og þess hugmyndafræðilega og stjórnarfarslega frelsis sem náðist í kjölfarið - ,hræðileg‘ vegna blóðsins sem fékk að fljóta í stríðum straumum) stigmagn- aðist og ofbeldisverkin klufu írska þjóð í herðar niður. Sannaðist þar hið fornkveðna að bræður munu berjast því þjóðfrelsissinnar tókust á innbyrðis 1922-1923. Ollu þau átök langvarandi sárum á írskri þjóðarsál sem jafnvel enn eru ógróin.18 W.B. Yeats tók ekki aðeins þátt í þeim atburðum sem hér hefur verið lýst heldur eru leikrit hans, ljóð og æviferill meðal merkustu heimilda um þá. Hann var hvort tveggja í senn þátttakandi og áhorfandi og sú tilhneiging hans að beita haukfránum augum sínum á samfélagið gerir ævi hans og lífs- starf afar áhugavert viðfangsefni. Yeats lét aldrei deigan síga, ekki einu sinni eftir að erfið veikindi tóku að hrjá hann, og ákveðinn í að endurmeta sjálfan sig og skáldskap sinn var hann til hinstu stundu óvæginn í eigin garð. Spurði 106 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.