Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 122
ÁGÚST BORGÞÚR SVERRISSON
Pabbi sat kampakátur inni í stofu með systkinum mínum. Mamma
hafði dregið símann inn í eldhús og sat þar á spjalli. Pabbi sat á milli
systkina minna í bólstraða sófanum. Hann dró fram smirnoffpela og
hellti í kaffið sitt. Hann setti nokkra dropa í kaffibolla bróður míns en
sagði við systur mína að kvenfólk ætti ekki að drekka áfengi. Skyndi-
lega kom hann auga á mig, hann varð í senn feiminn og sposkur á svip-
inn, augun glönsuðu:
„Ég er með dálítið handa þér, þú hefur einmitt gaman af svona
gargi, er það ekki?“ Hann vísaði þarna til þess að hann hafði einu sinni
komið að mér þar sem ég spilaði á ósýnilegan rafmagnsgítar með
raddböndunum. Pabbi dró fram nýútkomna plötu Franks Zappa,
„Apostrophe11. Drukkinn farþegi hafði gleymt plötunni í leigubílnum,
nýkeyptri og óspilaðri í hvítum plastpoka. Pabbi hafði vegna enskuá-
huga síns lesið utan á umslagið og séð að fyrsta lagið hét „Don't Eat
The Yellow Snow.“ Pabba fannst titillinn óborganlegur, „ekki borða
gula snjóinn.“ Hann gat sér réttilega til að vísað væri til snjós sem hefði
verið pissað í. Þessi fyndni jók á glaðværð kvöldsins. Pabbi sagði ann-
ars gamansögur úr akstrinum og talaði um bílaviðgerðir við bróður
rninn sem var byrjaður að vinna á smurstöð. Hann sagði honum jafn-
frarnt að passa sig á kvenfólki og systur minni sagði hann að passa sig á
að verða ekki eins og flest annað kvenfólk.
Plötuspilarinn okkar var tengdur við útvarpið í hansahillunum í
borðstofunni. Þar hafði ég hlustað á Osmonds-bræðurna, Abba og
Bay City Rollers. „Apostrophe“ lét undarlega í tæplega 12 ára gömlum
eyrum mínurn. Sumpart minnti hún mig á menningarlegu rokktón-
listina sem ég heyrði stundum í þættinum Popphorninu í Útvarpi
Reykjavík en þaðan hafði ég innblásturinn að gítarsólóum með radd-
böndunum. En aðallega fannst mér platan undarleg og engu lík. Á
umslaginu var risastór andlitsmynd af þessum Frank Zappa. Hann
starði á mann í senn alvarlegur og kíminn.
Þegar ég brá mér næst í safnarabúðina ætlaði ég rakleiðis niður í kjall-
arann.. En þarna var enginn kjallari og því síður hringstigi. Mig hafði
auðvitað dreymt þetta, mig dreymir ýmislegt, en það hefur ekki komið
fyrir mig áður að rugla svona saman draumi og veruleika. Mér virtist
verslunareigandinn glotta hæðnislega, eins og hann vissi um mistök-
112
www.mm.is
TMM 1999:1