Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 150

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 150
EINAR MÁR JÓNSSON dags. I goðsögnum ýmissa fræðimanna afyngri kynslóðinni er svo látið heita að málið hafi fyrst og fremst snúist um stafsetningu og útgáfustíl: þegar ryk- fallnir grúskarar voru að bisast við að gefa út ólæsilegar útgáfur „íslenzkra fornrita“ með „samræmdri stafsetningu fornri" og ofhlaðnar neðanmáls- greinum um örnefni hafi loksins komið fram maður og gefið sögurnar fornu út í nútímaútgáfum með nútímastafsetningu fyrir nútímamenn. Fyrir bragðið geysast menn enn fram á völlinn, vopnaðir nútímastafsetningu í bak og fyrir, til að berjast áfram í menningarstríði sem útkljáð var fyrir meira en hálfri öld og vinna miklar hetjudáðir, eins og Hriflu-Jónasar séu enn í hverri gátt, með höfuðið aftur á baki og hlæjandi frá eyra til eyra. Á þessa túlkun virðist höfundur fallast í byrjun, því hann segir um forn- ritaútgáfu Halldórs Laxness: „það sætti tíðindum á þeim tíma að þessi rit skyldu prentuð með nútímastafsetningu“ (bls. 17). En nú er það skoðun sumra (þótt ég skipi mér ekki fyrirvaralaust í þann hóp) að í starfi sagnfræð- inga felist ekki síst afhjúpun goðsagna, og sú langa frásögn af öllu þessu málastappi, sem hefst á bls. 117 og nær yfir meira en fimmtung bókarinnar, sýnir það síðan svart á hvítu að deilurnar voru á öðrum sviðum og goðsögn- in er í meginatriðum röng. Höfundur leiðir fyrst að því ýmis rök að Halldór Laxness hafi í rauninni verið sammála helstu kenningum „íslenska skólans" um fornsögur og gert þær að sínum eigin. Þetta hljómar harla sennilega, en það virðist hægt að ganga enn lengra: þá er harðorð árás hans gegn „hinum barbaríska heila“ sem trúi statt og stöðugt á sannleika fornsagnanna ekki að- eins „þungt og hnitmiðað högg sem Halldór veitir skoðanasystkinum Jóns Hreggviðssonar", eins og höfundur segir (bls. 19), heldur er hér líka verið að svara fullum hálsi þeim sem voru tregir til að fallast á viðhorf Nordals og lærisveina hans og brugðust t.d. illa við ritgerðinni um Hrafnkels sögu. Sjálf- ur komst Nordal hóflegar að orði, enda var hann orðvar og taldi t.d. nauð- synlegt að hafa einhverja hliðsjón af skoðunum almennings í útgáfum sem honum væru ætlaðar (sbr. bls. 122), en varla hefur honum verið mjög á móti skapi að rösklega væri gengið fram, þegar því var að skipta. Hann studdi líka starf Halldórs Laxness, enda vissi hann vel, að nauðsynlegt er að gefa fornrit- in út á margvíslegan hátt. Þannig reynist það ekki aðeins rangt að einhver andstaða hafi verið milli Halldórs Laxness og þeirra fræðimanna sem stóðu á bak við útgáfu „íslenzkra fornrita“, heldur virðist nú Laxness kominn í það hlutverk að vera e.k. forhleypismaður Nordals og lærisveina hans í deilunum um kenningar „íslenska skólans“ . . . Hafa þannig orðið mikil endaskipti á goðsögninni. En málastappið út af fornritaútgáfu Laxness var fyrst og fremst pólitísk aðför þar sem öllum brögðum var beitt. Ljóst er að málið snerist þó ekki um stafsetningu. Þótt stjórnmálamenn taki oft á tíðum stórt upp í sig, hefði orð- 140 www. mm. ís TMM 1999:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.