Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 156
P.S. (frá ritstjóra)
Um það bil sem þetta hefti var að fara í prentun barst sú fregn að Jakob
Benediktsson væri látinn. Þar með er einn af helstu menningarforkólfum
aldarinnar hér á landi horfinn af sjónarsviðinu, en hann var m.a. með-
ritstjóri TMM í hartnær þrjátíu ár eða frá 1946-1975. Það er því við hæfi að
birta í þessu hefti kveðjuorð sem flutt voru við minningarathöfn vegna hans.
Þótt nokkuð sé liðið fram á árið langar mig að óska áskrifendum gleðilegs
nýs árs, þakka þeim fýrir að hafa sýnt tímaritinu trygglyndi og vona að svo
verði áfram. Eflaust hefur fólk tekið eftir því að með þessu fyrsta hefti 1999
hefst sextugasti árgangur tímaritsins, en það varð til við samruna Rauðra
penna og „litla tímaritsins" eins og það var kallað og var gefið út af Máli og
menningu 1938-1939. Ekki er ætlunin að efna til mikilla hátíðarhalda af
þessu tilefni, nóg er nú sjálfhverfan í samfélaginu fyrir, en skuldlausir áskrif-
endur mega eiga von á glaðningi af þessu tilefni síðar á árinu.
Glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir því að útliti tímaritsins hefur ver-
ið breytt lítillega og er það von mín að forsíðan verði stílhreinni og skýrari en
verið hefur undanfarið. Við þessa breytingu naut ég dyggilegrar aðstoðar
Roberts Guillemette, teiknara og kápuhönnuðar, sem bókmenntafólki er að
góðu kunnur m.a. fyrir bókakápur hans utan á Heimsbókmenntaröð Máls
og menningar og Syrtlur.
Efni tímaritsins er vonandi mátuleg blanda af skáldskap eftir meira eða
minna þekkta höfunda, íslenskar og erlendar svipmyndir úr nútíð og fortíð,
settar fram í formi skáldskapar eða greina. Sem dæmi um þá fjölbreytni, þá
blöndu þjóðrækni og heimsmenningar, sem reynt er að bjóða upp á nú sem
fyrr má annars vegar nefna að í þessu sama hefti er nýtt og áður óbirt viðtal við
einn helsta höfund Spánverja um þessar mundir, Juan Goytisolo, og hins vegar
grein um stórmerka en hálfgleymda norðlenska skáldkonu, Guðfinnu ffá
Hömrum. Ef til vill er þarna í hnotskurn tilgangur alþýðlegs menningartíma-
rits eins og þessa: að leggja á sinn hljóðláta hátt rækt við menningararf okkar
og auðga menningu oldcar með því að veita lesendum innsýn í það sem
merkast þykir erlendis nú um stundir.
Eins og ég hef stundum minnst á í pistlum sem þessum hefur samstarf við
146
www.mm.is
TMM 1999:1