Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 17
TILBRIGÐI VIÐ FORTÍÐ þegar þriðji aðili miðlar þeim til áhorfenda eða lesenda í formi sem krefst mikillar einföldunar, til dæmis í dagblöðum, útvarpi, sjónvarpi og í fræði- legum yfirlitsritum. Kenningar Derrida um afbyggingu hafa gjarnan verið teknar sem dæmi um póstmódernisma í heimspeki og hver kyns hugvísindum. Afbygging snýst um að rjúfa þann blekkingarvef sem orðræðan spinnur í kringum manninn sem mótar sjálfsmynd sína og þar með sjálfsveru í tengslum við umrædda orðræðu. Með því að skynja vald og merkingu einstakra orða í tengslum við orðræðuheildina og þar með menningarumhverfið er unnt að afbyggja orðræðuna; sýna fram á hvernig merking og margræðni orðs mót- ast af því samhengi sem það er skoðað út frá. Með því að afbyggja orðræðuna í því skyni að sjá í gegnum hana eygir maðurinn von um að losna úr þeim fjötrum sem orðræðan leggur á hugsun hans.5 Skoði maðurinn ekki orðræð- una, og þar með menninguna, út frá þessu gagnrýna sjónarhorni á hann á hættu að verða strengjabrúða menningarinnar; menningar sem einkennist af hraða, einföldun og tækniþróun sem á sér ekki annað markmið en tækniþróunina sjálfa og leiðir því til tilgangsleysis. Sá sem gengur póst- módernismanum á vald með þessum hætti er ekki aðeins meðvitaður um þá firringu sem tæknin hefur skapað og mótar líf hans heldur veldur firringin honum engum áhyggjum. Hann gengst glaður við henni. Þessu lýsir Hall- grímur Helgason vel í skáldsögu sinni 101 Reykjavíkþ ar sem aðalsöguhetjan, Hlynur Björn, er meðvitaður um að hann er fangi þeirrar menningar sem hann bindur tilvist sína við en gengst um leið áhyggjulaus við því ófrelsi sem hann sem hugsandi vera býr við. Hlynur Björn er ekki aðeins laus við tilvist- arkreppuna heldur er honum nákvæmlega sama um þá tilvistarblindu sem hann sem fangi orðræðunnar er sleginn. Hlynur Björn er því í vissum skiln- ingi holdtekning þess ástands sem nefnt er póstmódernismi. Eins og dæmin af Derrida og Hlyni Birni gefa til kynna má skipta póst- módernistum í tvo hópa (þó með þeim fyrirvara áð hugmyndafræði síðar- nefnda hópsins byggist á því að öll mörk séu tilbúningur einn, gerð til þess eins að einfalda hlutina en um leið festa skilgreiningarvald orðræðunnar enn frekar í sessi). í fyrrnefnda hópnum eru póstmódernistar sem gengist hafa við því ástandi sem nútíminn hefur skapað; þeir eru meðvitaðir fangar þess kerfis sem orðræða nútímans hefur þröngvað upp á þá en eru jafnframt svo fastir í blekkingarvef orðræðunnar að ekki er nóg með að þeir sjái enga leið út heldur stendur þeim á sama um blekkingarvefmn. Síðari hópurinn hefur að geyma einstaklinga sem bregðast við blekkingu orðræðunnar og þeim skorðum sem hún setur hugsun mannsins. Með því að læra að lesa í táknkerfi menningarinnar eða bregðast við þeim öflum sem móta gildismat manns og viðhorf er unnt að losa um það tangarhald sem TMM 1999:3 www.mm.is 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.