Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 21
TILBRIGÐI VIÐ FORTÍÐ
ólíkra hópa í samfélagi sautjándu aldar. Hver kona er fulltrúi ákveðins hóps,
ákveðinnar menningarheildar, ákveðinnar orðræðu; ein þeirra er gyðingur,
önnur kaþólsk og sú þriðja mótmælandi og á sér í ofanálag drauma um líf
sem sjálfstæður listamaður. Fjórða konan, höfundur bókarinnar, útskýrir
fýrir konunum sem mynda viðfangsefni hennar, og lesandanum um leið, að
markmið hennar sé að sýna fram á hvaða áhrif ólík trúarbrögð höfðu á hugs-
un og hegðun þriggja ólíkra einstaklinga á sautjándu öld, um leið og hún
reynir að sannfæra lesandann um mikilvægi þess að skoða söguna út frá
sjónarhorni einstaklingsins. Konurnar þrjár láta ekki sannfærast auðveld-
lega um mikilvægi rannsóknarinnar eins og kemur fram í lokasenu leikþátt-
arins:
NZD (örvæntingarfull): Þið uppgötvuðuð hluti á mörkum hins hefð-
bundna og hins óvenjulega. Þið sýnduð áræðni. Sérhver ykkar reyndi
að fara ótroðnar slóðir. Mig langaði að vita hvað þar var sem fékk
ævintýrafólk á sautjándu öld, bæði í Evrópu og utan hennar, til að
reyna á þolrif samfélagsins og hvaða afleiðingar það hafði í för með
sér.
Marie de l’Incarnation: Drottinn ætlaði mér annað hlutverk í lífínu
en „ævintýramennsku“.
Maria Síbylla Merian: Davis sagnfræðingur, þetta hljómar eins og
það sért þú en ekki við sem hafir verið á höttunum eftir ævintýrum.
NZD (eftir stundarþögn): Já, það var ævintýri líkast að fylgjast með
ykkur þremur á svo ólíkum sviðum. Mig langaði að skrifa um von
ykkar um paradís á jörðu, um betri heim, þar sem ég hef sjálf borið
þessa von í brjósti. Þið verðið að minnsta kosti að viðurkenna að þið
höfðuð unun af því að lýsa veröldinni. Og hvað ykkur þótti gaman af
því að skrifa, Glikl og Marie! Og Maria Sibylla, hvað þú naust þess að
virða fyrir þér veröldina og mála það sem fyrir augu bar!
Konurnarþrjár: Jæja, já ... hugsanlega ...
NZD: Gefið mér annað tækifæri. Lesið bókina aftur.18
Með þessum hætti sendir Davis lesandanum skilaboð um það sem koma skal
um leið og hún leggur áherslu á að hún sem sagnfræðingur tilheyri öðrum
menningarheimi en þær konur sem eru viðfangsefhi hennar í bóldnni og því
hafi hún takmarkaðar forsendur til að skilja sjónarmið þeirra. Davis hvetur
konurnar þrjár til að lesa texta hennar aftur, og affur og aftur, þar til þær hafi
öðlast skiling á þeim forsendum sem hún gengur út frá; þar til þær hafi lært á
þá orðræðu sem bókin er skrifuð út frá. Davis hvetur konurnar þannig til að
skoða texta bókarinnar og reyna að skálja menningarheim sem stendur utan
við menningarheim þeirra og innleiða hina framandlegu menningu í eigin
menningu.
TMM 1999:3
www.mm.is
19