Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 23
TILBRIGÐI VIÐ FORTÍÐ sóknum sínum sé að fá staðreyndir úr fortíðinni til að mynda merkingar- bært samhengi við vitund sína. Sá sannleikur sem sagnfræðingurinn skapar er því fremur sannleikur um samband nútíðar (sagnfræðingsins) við for- tíðina (heimildirnar), heldur en sannleikur um fortíðina sjálfa. Póst- módernískir fræðimenn afneita hæfileika mannsins til að festa hendur á ákveðnum óhagganlegum sannleika en trúa á hæfileika mannsins til að skapa ákveðinn sannleika innan ákveðinnar merkingarheildar. Þeir telja að til þess að skapa sannleika innan tiltekinnar merkingarheildar þurfi sagn- fræðingurinn ekki aðeins að beita rökhugsun sinni heldur einnig sköpunar- gáfu. Sköpunargáfan opnar manninum áður óþekktar heildir og er nauð- synleg forsenda þess að hann geti myndað ný merkingarsambönd, séð í gegnum eigin orðræðu, og þannig varpað nýju ljósi á þann veruleika sem hann leitast við að skýra.20 Jacques Derrida hefur haldið því fram að sköpunin sé eina leið einstak- lingsins út úr því orðræðukerfi sem takmarkar hugsun einstaklingsins þar sem hugsunin er háð orðræðunni.21 Þessari togstreitu milli orðræðu sem sí- fellt drepur niður sköpunarmáttinn og sköpunarinnar sjálfrar lýsti Nietzsche á snilldarlegan hátt í greininni „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi.“ Þar segir: „í sjálfu sér er það ekkert annað en þessi steinrunni og reglubundni hugtakavefur sem gerir manninum það ljóst að hann er vak- andi og af sömu ástæðu telur hann sér stundum trú um að hann sé að dreyma þegar listin slítur hugtakavefmn.“22 Sköpunin er leið út úr orðræðu menningar okkar sem upphefur hið röklega og skynsamlega og vísar því frá sér sem ekki verður skýrt með orðum sem draumsýn og ímyndun. Fyrir til- stilli þessarar upphafningar á hinu röklega hefur sköpuninni verið úthýst úr þeim fræðigreinum sem vilja láta taka sig alvarlega í því menningarsamfélagi sem við lifum í. Meðvitund um listina sem skapandi afl, en um leið eyðandi afl íyrir þann sem vill láta taka sig alvarlega í fræðaheiminum, hefur leitt til þess að einsögufræðingar hafa verið að leita fýrir sér með frásagnarform sem byggir á meðvitund um skapandi túlkun um leið og þeir halda sig innan þeirra marka sem orðræða fræðigreinarinnar krefst af þeim. Carlo Ginzburg hefur sjálfur rætt tengsl þess frásagnarháttar, sem hann ásamt öðrum fræðimönnum byrjaði að móta og innleiða í aðferðafræði ein- sögunnar, í samhengi við kenningar úr bókmenntaffæði. Rithöfundurinn og fræðimaðurinn Italo Calvino er einn þeirra sem Ginzburg telur að hafi haft áhrif á aðferðafræði einsögunnar. Árið 1979 kom skáldsaga Calvinos, Ef ferðalangur á vetrarnóttu (Se una notte d’inverno un viaggiatore), út á Ítalíu. í því verki leiðir Calvino lesandann meðvitað inn í frásögnina um leið og hann ítrekar stöðu sína sem stjórnanda verksins. Á einum stað segir: TMM 1999:3 www.mm.is 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.