Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 24
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Ég hef - nei öllu heldur er það höfundurinn sem hefur - verið að hringsóla í kringum hið kvenlega, á síðustu blaðsíðum hefur þú átt von á því að þessi kvenlega skuggavera tæki á sig mynd með þeim hætti sem kvenlegar skuggaverur taka á sig mynd í rituðu máli, og það er effirvænting þín, lesandi góður, sem rekur höfundinn í áttina til hennar; og ég sjálfur, þó að ég hafi vissulega aðra hluti að hugsa um, ég læt undan, ég tala við hana, ég brydda upp á samræðum sem ég ætti að ljúka eins fljótt og ég get, til þess að komast burt og hverfa.23 Með þessum hætti verður lesandinn ekki aðeins þátttakandi í verkinu heldur verður hann einnig meðvitaðurum þátt sinn í því að ljá textanum merkingu. Textinn öðlast ekki merkingu fyrr en lesandinn setur hann í samhengi við þær forsendur sem hann gengur út frá við lesturinn. Texti Calvinos er að vissu leyti ekki texti Calvinos heldur texti lesandans sem túlkar hann annars vegar út ff á sínum forsendum og hins vegar þeim forsendum sem gefnar eru í textanum og eru annars vegar höfundarverk Calvinos og hins vegar túlkun þýðanda. Hver texti fyrir sig er því að hluta höfundarverk þess sem setur hann saman og að hluta höfundarverkþess sem gefur honum merkingu með því að lesa. Viðtökufræðingurinn Wolfgang Iser hefur haldið því ffam að til þess að texti sé „góður“ verði hann að innihalda nægilega margar eyður, eða spurn- ingar sem engin ákveðin svör eru við, til þess að virkja ímyndunarafl lesandans.24 Þessu er auðveldlega hægt að mótmæla á þeim forsendum að allur texti innihaldi eyður þar sem hann sé samansettur af orðum sem öðlast ekki merkingu nema fyrir tilstuðlan lesandans sem tengir þau við önnur orð og er þannig ávallt skapandi lesandi. Á hinn bóginn verður því ekki neitað að eft ir því sem fleiri rof skapast milli textans og þeirra forsendna sem lesandinn gengur út frá, því oft ar neyðist hann til að virkja ímyndunaraflið á meðvitað- an hátt.25 Slík rof geta myndast þegar texti er rifinn út úr þeirri orðræðu sem hann er skapaður í, til dæmis fyrir tilstuðlan tímans, og færður inn í annað málsamfélag þar sem lesandi er þekkir ekki orðræðu textans leitast við að gefa honum merkingu. Þetta gerist óhjákvæmilega þegar sagnfræðingur les texta sem skapaður var á öðru tímaskeiði; í öðru menningarsamfélagi og innan annarrar orð- ræðuhefðar en hann sem hugsandi vera mótast af. Þar af leiðandi myndast alltaf rof milli hugsunar sagnffæðingsins um fortíðina og þess sem hann verður vísari af lestri heimildanna.26 í stað þess að líta framhjá þessum rof- um innleiðir einsögufræðingurinn þau í rannsóknina; eyður sem ekki er hægt að fylla upp í verða hluti af frásögninni um leið og þær tengja saman kenningar og hugmyndir sagnffæðingsins um fortíðina og þær upplýsingar sem er að finna í heimildum um fortíðina.27 í þessum þætti birtist einnig eitt 22 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.