Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 71
HVENÆR ER STÚLKA STÚLKA? Auður gerir sér grein fyrir vanmætti föðurins hvað þetta varðar, en ólíkt við- brögðum hennar gagnvart móðurinni fyrirgefur hún honum. Eftirfarandi lýsing segir mikið um samband þessara feðgina: „Þannig hefur það alltaf verið, pabbi. Líkaminn sofið en ég vakað inni í honum án þess að skilja neitt í neinu. Þú hefur aldrei reynt að vekja mig.“ „Það er ekki í mínum verkahring." /.../ „Hann er að vakna,“ hvíslar Auður og finnur andardráttinn þyngj- ast. Arnar heldur áfram að strjúka svarta hárið hennar. /... / Allar þess- ar ræður sem hann langar alltaf til að halda þegar hún er nálæg fara í taugarnar á honum. Það er eins og hann þurfi að sanna eitthvað fyrir henni en þori það ekki. Hún hefur svo ótrúleg áhrif á allt í kringum sig. Þeytir öllu á hvolf. Arnar veit varla í hvorn fótinn hann á að stíga. Honum tekst þó að standa upp og lyfta henni upp í rúmið. /... / Sængin hylur hana alla. Hann hefur sig ekki í að afklæða hana. Mörg ár síðan hann dirfðist að skipta sér af slíku. Nú fær hann bara að horfa og á góðum degi sem þessum fær hann að hlusta eilítið. Samt ekki of mikið. Það er ákveðið að hann skuli ekkert vita. Arnar gengur fram og lokar á eftir sér. (130) Arnar „veit varla í hvorn fótinn hann á að stíga“ þegar kemur að dóttur hans, hann gengur fram og lokar - og heldur vafalaust áffam að vinna í sinni merku félagsfræðiritgerð um þróun „eðlilegrar“ fjölskyldugerðar. Hann á engin ráð fyrir dóttur sína, hvorki um kynferðismál né annað. Sögumaður ogfrásagnaraðferð Frásagnaraðferð Sögu afstúlku er athyglisverð og helst ágætlega í hendur við söguefnið. Hér er hvorki um dæmigerða né línulega frásögn að ræða, þvert á móti er ffásagnarþráðurinn sífellt brotinn upp, bæði í tíma og rúmi, og sjón- arhornið er á stöðugu flakki - eða fljótandi, rétt eins og kynferði Auðar og sjálfsmynd. Sögu Auðar er miðlað til lesandans bæði í gegnum alvitran sögu- mann sem segir frá í þriðju persónu, lýsir hugsunum persóna og tilfínning- um þeirra, svo og í gegnum sögumann (sem ber reyndar sama nafn og höfundur bókarinnar) sem segir frá í fyrstu persónu og hefur takmarkaða sýn. Þessir tveir sögumenn mætast oft og falla saman í textanum og reyndar er „fyrstu persónu sögumaðurinn" fyrst kynntur til sögunnar sem persóna í frásögn föður Auðar og þar kemur einkennilegt rof í frásögnina þegar þriðja og fyrsta persóna falla saman í eitt: TMM 1999:3 www.mm.is 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.