Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 89
LEIKHÚSIÐ OG LÍFIÐ ára starf. Hann starfaði mikið við kvikmyndaleik eftir þetta en leikhúsið hafði samt sem áður alltaf yfirhöndina þegar hann leitaði nýrra leiða í list- sköpun. Meðfram starfi sínu í kvikmyndum skrifaði hann mikið um leikhús og leitaði fjármagns til þess að koma af stað öðru leikhúsverkefni. Það gekk erfiðlega en árið 1935 var verk hans Les Cencis sett upp í nafni Grimmdar- leikhússins (Théátre de la Cruauté). Verkið er merkileg samsetning aðaltexta og aukatexta þar sem hugmyndir Artauds um leiksýningu koma vel fr am og í því má sjá grunninn að kenningum hans um „Leikhúsið og pláguna," „Grimmdarleikhúsið“ og „Leikhúsið og tvífara þess“ Verkið einkennist af miklum andstæðum á sviðinu. Þar skiptast á líkamlegt ofbeldi með miklum hávaða annars vegar og alger þögn og myrkur hins vegar. Taktur og tónlist skipa stóran sess og þess vegna er erfitt að sjá hvenær hið talaða mál hefur raunverulega merkingu og hvenær það sem gerist á sviðinu breytir merk- ingu þess. Les Cencis gekk illa og starfi Artauds í leikhúsi lauk árið 1936. Eftir það hlutu þessar merku kenningar hans sem sneru mest að firamkvæmd leiksýningar þau kaldhæðnu örlög að verða að texta í bókum í stað þess að glæðast lífi uppi á sviðinu. Artaud og leiklistin Lífið er eitt af lykilhugtökunum í öllum kenningum Artauds. Hann byrjaði ungur að nota það yfir einhverja tilfinningu, kennd eða tilgang sem hann gat ekki almennilega höndlað. Það fær stöðu yfirskilvitlegs táknmiðs í skrifum hans, stöðu einhverskonar heilagleika sem ekki er hægt að fjalla um með orð- um. Hann segir samfélagið einnig hafa glatað þessari tilfinningu, líkt og hann sjálfur og að það sé þess stærsta mein. Smátt og smátt þróast kenningar hans frá því að vilja einungis bylta hefðum leikhússins yfir í það að gefa því verulegt samfélagslegt vægi. Það á að lækna þetta mein og vera leið til þess að nálgast hluti handan tungumálsins: Leikhúsið er ástandið staðurinn punkturinn sem við getum notað til þess að ná utan um sjálfsforræði mannsins og með því getum við læknað lífið og stjórnað því.. .*’ í þessum orðum úr „Leikarinn gerður afhuga“ kjarnast þessi hugsun hans. í leikhúsinu á að tengja saman líf og list en til þess þarf nýja siði sem snúa að öllum þáttum leikhússins: leikskáldi og texta, leikstjóra, leikara, leikmunum, búningum og notkun brúða, lýsingu, áhrifshljóðum og sviðsskipan í leik- TMM 1999:3 www.mm.is 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.