Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 104
MÁRJÓNSSON Mabillon helst skrifaði um í umræddu riti. Athugun af þessu tagi ætti að gefa betri svör en bók mín gerir við mjög góðri spurningu Einars Más: „hvaða áhrif hafði þessi volduga hreyfing, sem Mabillon má teljast upphafsmaður að, á aðferðir, viðhorf og hugmyndaheim Árna Magnússonar, hver var af- staða hans sjálfs á þeim sviðum sem forkólfa fræðanna greindi á, og hvernig má segja að hann hafi komið inn í þessa hreyfingu?“ (bls. 150) Með „samanburð“ er auðveldara um vik. Ég get þess vegna borið saman aðferðir Árna og kínverskra fræðimanna á 12. öld þótt eðlilegra sé að taka fyrir fræðimenn sem eru nær Árna, til dæmis Nikulás Heinsius sem Einar Már nefnir (bls. 150) eða aðra fræðimenn á 17. öld, helst þá sem fengust við miðaldir og fornar bókmenntir á þjóðtungum svo sem engilsaxnesku, írsku eða frönsku. ítalskir húmanistar frá miðri 14. öld til loka 15. aldar eru og kjörnir sem spegill fyrir aðferðir Árna vegna þess að þeir lögðu þann grund- völl sem hann starfaði á. Af nógu er að taka og má nefna tillögur Lorenzo Valla að bættum texta á Rómarsögu Lívíusar eða athugasemdir við texta Nýja testamentisins sem hann vann lengi að og Erasmus gaf út í París vorið 1505.4 Að bera fílólógíska aðferð Árna saman við rit svona karla er áhugavert viðfangsefni sem ég reyndar vinn að meðfram stafrænni útgáfu á verkum hans: hvernig styðja þeir mál sitt? hvað vita þeir um handrit? hvernig meta þeir texta? Og hvernig leysti Árni úr sömu vandamálum? Hingað til hef ég bara klórað í yfirborðið og einkum skoðað efni frá fyrstu árum Árna í Kaup- mannahöfn. Ævisagan ber þess merki og betur má ef duga skal. Ég reyndi í ævisögunni að stilla umfjöllun um erlent samhengi í hóf og jafnframt að hafa slíkar lýsingar fræðandi fremur en túlkandi, ef svo má að orði komast. Dæmi eru umræða um evrópska fræðimennsku á 17. öld (bls. 41-43) og upplýsingar um Norðurlandaófriðinn mikla (bls. 281). En þegar lýst er slíku samhengi er hætt við að textinn verði yfirborðslegur eða jafnvel goðsagnakenndur magnist einfaldanir um of. Örðugt er að hitta á réttan tón og Einar Már flýgur of hátt þegar hann í ritdómi sínum nefnir til sögunnar rit Lorenzo Valla um gjafabréf Konstantínusar keisara: „Þegar Laurenzo Valla sýndi fram á að skjalið, sem átti að sanna að Konstantínus keisari hefði gefið páfa yfirráð yfir öllum vesturhluta Rómaveldis, væri í rauninni seinni tíma fölsun, markaði það tímamót í sögu Evrópu, ekki aðeins af því þetta falsaða plagg hefði öldum saman verið mikilvægt vopn í hendi páfa til að berjast fyrir veraldlegum yfirráðum, heldur líka af því að þarna var farið að beita raunhæfri textagagnrýni“ (bls. 149). Þetta er ónákvæmt og eiginlega villandi, nokkuð sem sýnir að þegar lýst er erlendu samhengi íslenskrar sögu er ekki nóg að grípa til almennrar þekkingar og uppflettirita heldur þarf að koma til nákvæm og yfirgripsmikil vitneskja um útlenda sögu. Einar Már gerir lítið úr því sem hann nefnir „einhverja sögulega smásjá" en hampar 102 www. mm. ís TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.