Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 118
RITDÓMAR ast á einhvern hátt saman við viðburði sögunnar, og lenda þá í kallfæri við raun- verulegar persónur hennar, þó þannig að stórmennin sjálf séu helst einhvers stað- ar á útjaðrinum. Ævintýrin berast gjarn- an fram og aftur eftir einhverjum þverskurði þjóðfélags og mannlífs sögu- tímans og tengja saman atburði og per- sónur sem langur vegur var á milli í raunveruleikanum. Annað atriði eru tímavíddirnar, sem eru gjarnan fleiri og flóknari í sögulegum skáldsögum en í sagnfræðiritum. Ein víddin er söguleg nútíð í sinni hreinustu mynd: þar sem aðalpersónan lítilsiglda er fyrst og fremst ákveðið sjónarhorn á flakki, sér lesandinn atburðina með aug- um hennar um leið og þeir gerast, eins og hann sé sjálfur staddur í þvögunni miðri. Önnur víddin er samtíð höfundar, sem er skýrt aðgreind frá fyrstu víddinni og kemur t.d. fram í dómum um menn og málefni sögutímans ffá sjónarmiði seinni tíma. Þriðja víddin er loks eins konar tímalaus eilífð sem oft er til staðar í ýmsum myndum, ýmist sem kristileg ei- lífðarhugmynd í skáldsögum sem sagðar eru frá trúarlegu sjónarhorni eða þá sem tilvísun til eilífrar og tímalausrar hringrásar náttúrunnar. Þetta tímakerfi getur verið enn flóknara, t.d. má stund- um finna tímavídd „sögumanns“ sem þá er aðgreind bæði frá tíma atburðanna og samtíð höfundar. Á öftustu kápusíðu Norðurljósa segir að „í þessari ævintýralegu frásögn bregði Einar Kárason upp ógnvekjandi og hrífandi myndum af einsemd, ást og hetjuskap á myrkum tímum íslandssög- unnar“. Þetta virðist gefa til kynna að hér sé á ferli „ævintýrasaga" af fyrra flokkin- um sem áður var talinn, og ættu menn þá að geta lesið hana og metið sem e.k. reyfara án þess að þurfa að skeyta að nokkru ráði um hina sögulegu hliðina. En svo er þó ekki, eða a.m.k. ekki að öllu leyti, heldur hefur höfundur hér dottið niður á afbrigði af klassísku formúlunni sem mér finnst óneitanlega nokkuð frumlegt og athyglisvert. Aðalpersónan, Svartur Pétursson, er í ætt við margar að- alpersónur sögulegra skáldsagna og fremur lítilsigldur maður þrátt fýrir allt. Hann skilur eftir sig grunn spor, þótt honum takist að vísu um síðir að velgja Dönum undir uggum í Stokkhúsinu í Kaupmannahöfn, og æfin verður hálf- vegis endaslepp. En eins og aðrar slíkar persónur rekst hann í sinni lífsleið á raunverulegar, sögulegar persónur sem létu til sín taka á einn eða annan hátt og enn eru hafðar í minnum: Snorra á Húsafelli, Fjalla-Eyvind og Höllu, og sér lesandinn þeim bregða skýrt fyrir. í lífs- hlaupi sínu drepur Svartur einnig niður fæti á ýmsum merkum sögustöðum samtímans, ffá útlegumannaslóðum uppi undir Eiríksjökli til ölkjallara ís- lenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, og fær lesandinn að kynnast þeim allræki- lega með augum hans. Allt er þetta mjög í ætt við „raunveru- legar sögulegar skáldsögur“ og víkur ekki að neinu leyti frá formúlunni. En sjónarhornið, og tímavíddin sem það birtist í, kemur hins vegar nokkuð á óvart. Það er sem sé Svartur Pétursson sjálfur sem rekur sögu sína í fyrstu per- sónu, en hann gerir það nú á dögum, í tímavídd „sögumanns“ sem er að því leyti sérstök að hún er staðsett meira en tveimur öldum eftir að atburðirnir gerð- ust, og fellur því að vissu leyti saman við tímavídd höfundar, þótt hún sé í eðli sínu ólík. „Sögumaður" er nefnilega vofa, sem helst enn við í því húsi sem hún fékkst við að byggja í lifanda lífi, tugthús- inu sem nú er orðið stjórnarráðshús, þar fylgist hún með umstangi æðstu valda- manna þjóðfélagsins, og tekur sér svo fyrir hendur - kannske af því að það er ekki ýkja spennandi að hafa brambolt 116 www.mm.is TMM 1999:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.