Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 14
Ullarvoðir, sem ekki voru eftirmeðhöndlaðar, nefnir Carus-Wilson
„raw-webs“, og á þá líklega við voðir eins og þær komu úr vefstólnum.
„Raw-webs“ munu ekki hafa verið álitnar fullunnar. L.F. Salzman bendir
einnig á þetta í riti sínu English Industries of The Middle Ages. Hann rekur
framleiðsluþættina í voðagerð, flokkun ullar, litun, spuna og vefnað og
segir: „The cloth on leaving the loom was in the condition known as
„raw“, and although not yet ready for use was marketable …“. Salzman
nefnir voðirnar „marketable“ og á við að þær voru stundum seldar sér-
stökum fagmönnum til eftirmeðhöndlunar. En áður en voðirnar voru
eftirmeðhöndlaðar voru þær „pannus crudus“ – ekki fullbúnar sem mark-
aðsvara fyrir almenning.30 Í riti Salzman er greint frá flóknum verkþátt-
um eftirmeðhöndlunarinnar stig af stigi, þófi, strekkingu voða á ramma
eða grindur, ýfingu voða og að lokum lóskurði. Hann segir meðal annars
„…assuming that the shearman had done his work satisfactorily, after the
drawer had skilfully repaired any small blemishes, the cloth was ready for
sale.“31
K.G. Ponting fjallar um eftirmeðhöndlun í ritinu The wool textile
industry in Great Britain. Hann skilgreinir „cloth finishing“ sem alla verk-
þættina, sem fara fram eftir vefnað, og segir jafnframt:
In the past these processes were often known as cloth working,
in some ways a better name as it brought out very clearly that
the real object of these processes was to take the cloth, after it
had been properly fulled and thickened, and turn it into a fabric
with a real consumer appeal.32
Það sem á ensku er nefnt cloth finishing eða finishing process er í sama sam-
hengi á dönsku nefnt færdigberedning eða appretering.33
Woollen og worsted, klæde og tøi
Fjallað hefur verið um eftirmeðhöndlun sem einkennir voðir sem nefnd-
ar eru klæði. Áður hefur verið gerð grein fyrir tvískiptingu í garngerð,
að garn sem hér hefur verið nefnt loðband, tengist klæðagerð en kamb-
garn tengist taugerð.Verður nú fjallað nánar um notkun hugtaka í ullar-
iðnaði og skilgreind frekar einkenni hvorrar greinar um sig.
Í riti John Claphams, A Concise Economic History of Britain, má lesa
eftirfarandi:
KALEMANK OG KLÆÐI 13