Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 17
„three fundamental sorts,“ as they were called, were subdivided
into a great number of others, „according to certain qualities
added to them, and different ways of working“.37
Af ofangreindu má vera ljóst að samsvörun er milli ensku hugtakanna
woollen/woollens og cloth og danska hugtaksins klæde annars vegar og
enska hugtaksins worsted og danska hugtaksins tøi hins vegar. Jafnframt
kemur fram að blanda mátti garngerðunum í vefnaði og fá þannig voðir
með blönduðum einkennum, hér að ofan nefnd „serge“ sem Lipson
nefnir þriðju megingerðina í ullariðnaðinum.38 Það má sjá af þessu að
greinarnar tvær woollen og worsted gátu skarast að einhverju leyti og voða-
gerðirnar innan hvorrar greinar voru margbreytilegar. Með öðrum orð-
um voru tæknilegir möguleikar á breytileika innan hvorrar greinar miklir
en mismunandi eftir verkþáttum. Markmiðið með framleiðslunni setti
hverjum verkþætti ákveðnar skorður.39 Tæknileg einkenni klæðis felast
einkum í atriðum sem varða kembingu og spuna annars vegar og eftir-
meðhöndlun hins vegar.Vefnaðargerð þeirra voða sem átti að þæfa, ýfa
og lóskera, mun oftast hafa verið einföld. Það virðist eðlilegt þar sem ein-
kenni vefnaðargerðarinnar hurfu að einhverju eða öllu leyti við slíka eft-
irmeðhöndlun og áferð fullgerðra voða líktist oftast flóka. Margbrotin
tækni við vefnaðinn sjálfan mun því ekki hafa verið notuð við fram-
leiðslu klæðis.40
Öðru máli gegnir í framleiðslu taus, þar skipti vefnaðargerðin miklu
máli. Fjölbreyttu útliti voða, sem nefnast hér samheitinu tau, má lýsa á
einfaldan hátt. Þær voru röndóttar, köflóttar eða munstraðar en einnig
einlitar. Erfiðara er að lýsa í stuttu máli fjölþættri tækni sem býr að baki.
Sú tækni varðar jafnt ákvörðun um efni sem margs konar möguleika í
litasamsetningum, uppsetningu uppistöðu í vefstól ásamt margs konar
möguleikum í uppbindingu, það er að segja hvernig tengingu einstakra
hreyfanlegra hluta vefstólsins var komið fyrir og hvernig þeim var stjórn-
að. Uppsetning uppistöðugarns í vefstól ásamt tengingu tæknilegra hluta
vefstólsins eru grundvallaratriði og ákvarða hvernig uppistaða og ívaf
binst saman og þar með hvernig áferð og munstur voða lítur út.
Talsvert hefur varðveist af sýnishornum af textílum gerðum á 18. öld.
Sum slík sýnishorn liggja á víð og dreif með plöggum í skjalasöfnum,
önnur eru til sem afmörkuð heild, hefur verið safnað saman af mismun-
andi ástæðum. Eitt slíkt er safn textíla, sem sænski hagfræðingurinn og
merkantílistinn Anders Berch viðaði að sér, nú varðveitt í Nordiska
museet í Stokkhólmi. Í riti sem gefið hefur verið út um safnið má fá
16 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS