Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 133

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 133
stuttan, gildan legg með fremur víðri reykrás og litlum haus. Þegar tímar liðu urðu leggirnir lengri, reykrásin mjórri og hausinn stærri. Frá upphafi notuðu pípugerðarmenn merki til að einkenna framleiðslu sína. Í fyrstu voru það einföld geómetrísk mynstur, en síðar margbreytilegra skraut. Frá árinu 1660 voru hollenskir pípugerðarmenn skyldaðir til þess af iðn- félögum sínum að merkja framleiðsluvöru sína þannig að hún þekktist.6 Töluvert er til af rituðum heimildum um pípugerðarmenn og verkstæði þeirra. Því geta þeir, sem rannsaka þennan gripaflokk, oft borið kennsl á merki og skraut sem er á pípuhausnum, leggnum og hælnum og þannig má segja til um hver framleiðandinn er og tímasetja gripinn. En það eru ekki bara sérstakir áhugamenn um pípurannsóknir sem áhuga hafa á píp- unum, þær geta komið fornleifafræðingum að góðu gagni. Mjög algengt er að pípubrot finnist við fornleifarannsóknir og oft má nota þessa gripi til návæmrar tímasetningar minja sem eru yngri en frá því um 1600 og geta þau komið næstum að eins góðu gagni og slegin mynt. Fljótlega urðu krítarpípur fjöldaframleiðsla og voru þær gerðar á sér- stökum verkstæðum. Þær voru ekki mjög endingargóðar, enda var efnið brothætt. Ef pípa brotnaði og varð ónýt, lenti hún í ruslinu. Af þessum sökum var mikil eftirspurn eftir þeim um alla Evrópu. Holland leysti fljótlega England af hólmi sem mikilvægasta framleiðsluland krítarpípna. Bæði þar og í nálægum Rínarlöndum, þar sem einnig settust að margir pípugerðarmenn, fannst besti leirinn. Minna var um pípugerð á Norður- löndum. Strax árið 1611 eru til heimildir um pípuframleiðslu í Kaup- mannahöfn. Árið 1650 hófu tveir Hollendingar, Johan Focke og Johan Wisbeck, krítarpípugerð í Stokkhólmi og árið 1752 stofnaði Jacob Boy í Drammen fyrsta norska pípuverkstæðið.7 Á Íslandi voru aldrei framleidd- ar krítarpípur. Rannsóknir á krítarpípum hafa ekki verið viðamiklar á Íslandi. Hingað til hefur ekki verið unnið nema að litlu leyti úr fundnum pípu- brotum, þótt þau séu til frá ýmsum stöðum. Gerð hefur verið full grein fyrir fundnum brotum úr uppgreftinum á Kópavogsþingstað (1973-1976) og má segja að þau skrif séu upphaf pípurannsókna á Íslandi. Þá hefur nokkur grein verið gerð fyrir krítarpípubrotum úr Skálholti og Viðey.8 Tóbakið kom fyrst til Íslands í upphafi 17. aldar. Meðal elstu rituðu heimilda má telja frásögn í Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara, sem lærði að reykja um borð í ensku skipi þegar hann sigldi til Englands árið 1615.9 Frásögn Jóns er þannig elsta heimild frá Íslendingi en hann hefur eflaust ekki verið eini Íslendingurinn sem reykti tóbak á þessum tíma. Elstu pípur sem fundist hafa hingað til á Íslandi eru frá Skálholti,Viðey 132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.