Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 189
AÐALFUNDUR 2003
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Odda, stofu 101 kl.
17.15, miðvikudaginn 3. desember 2003. Þrjátíu félagsmenn sóttu
fundinn.
Formaður, Þór Magnússon, setti fundinn og rifjaði upp helstu þætti úr
sögu félagsins. Hann taldi að þetta væri líklega 143. fundur félagsins og
nefndi að þó að hlutverk þess væri breytt frá því sem í upphafi var, þá
hefði það enn mikilvægu hlutverki að gegna, fyrst og fremst með útgáfu
Árbókarinnar. Þó starfsemin væri ekki mikil orðin að öðru leyti vonaðist
hann til þess að félagið gæti staðið fyrir fræðsluferð út á Reykjanes næsta
vor.
Þá lét hann áskriftarlista ganga fyrir nýja félagsmenn.
Formaður minntist félagsmanna sem látist höfðu á árinu. Upplýsingar
höfðu borist um lát eftirfarandi félagsmanna:
Anna Jóna Þórðardóttir
Gunnar Magnússon
Stefán Theodórsson
Vigfús Einarsson
Þorsteinn Einarsson
Vottuðu fundarmenn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum.
Féhirðir félagsins, Mjöll Snæsdóttir, gerði þá grein fyrir reikningum
félagsins.
Mjöll Snæsdóttir, ritstjóri Árbókar, greindi síðan frá helstu greinum
sem koma munu í næstu Árbók. Árin 2002 - 2003 munu koma í sama
hefti.
Þá fór fram stjórnarkjör til næstu tveggja ára. Stjórn félagsins gaf kost á
sér áfram og var endurkjörin án mótatkvæða með lófataki.
Að loknum aðalfundarstörfum flutti Garðar Guðmundsson, fornleifa-
fræðingur, erindi sem nefndist: Fornir akrar á Íslandi. Að erindi loknu
svaraði Garðar mörgum fyrirspurnum. Til máls tóku: Þór Magnússon,
Sturla Friðiksson, Hafsteinn Sæmundsson, Ragnheiður Erla Bjarnadóttir,
Ragnar Guðmundsson, Magnús Finnbogason og Guðmundur Ólafsson.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 19.07.
Guðmundur Ólafsson, skrifari
188 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS